Hoppa yfir valmynd

Listi yfir myndasöfn

Dæmi um myndasöfn með ókeypis myndum

 

Myndheimur (úr hönnunarstaðli STJR)

Myndheimur skal vera nútímalegur, traustur, virðulegur og tilgerðarlaus. Hann endurspeglar íslenskan veruleika á fallegan og raunsæjan hátt en er um leið skapandi og ferskur.

Allt myndefni dregur fram fjölbreytileika landsins og samfélagsins og sýnir m.a. mismunandi árstíðir, landsvæði, atvinnuvegi og mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Þannig endurspeglar myndefnið ólíka málaflokka ráðuneytanna.

Lykilorð:

  • Fólk og fjölbreytt samfélag
  • Kröftugt atvinnulíf
  • Frumkvæði og nýsköpun
  • Menningarstarf
  • Hraði og framsýni

Ljósmyndir í fréttaefni, kynningum og á vef taka einnig mið af ofangreindum þáttum. Meginstefið er að ljósmyndir séu teknar í íslensku umhverfi, nema þegar fjallað er um alþjóðlegt samstarf. Sama gildir um staðlaðar myndatökur af ríkisstjórninni, ráðherrum og starfsfólki ráðuneyta.

Hönnunarstaðall Stjórnarráðsins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum