Fréttir frá ráðuneytunum

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

17.2.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women

17.2.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tekið ákvörðun um verða við beiðni um að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti.

Viðurkenningar
veittar á ráðstefnu Landverndar um Skóla á grænni grein

17.2.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Viðurkenningar veittar á ráðstefnu Landverndar um Skóla á grænni grein

Föstudaginn 10. febrúar sl. stóð Landvernd fyrir ráðstefnu um Skóla á grænni grein, en það er stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi og í heiminum öllum. Um 140 kennarar, skólastjórar og starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla af öllum landshlutum Íslands sóttu ráðstefnuna sem haldin var í Reykjavík.

17.2.2017 Innanríkisráðuneytið Niðurstaða styrkúthlutunar vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017

Eftirtalin 24 sveitarfélög hafa staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika.

Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga

17.2.2017 Velferðarráðuneytið Ráðherra afhent skýrsla um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga afhenti heilbrigðisráðherra í gær skýrslu sem félagið hefur tekið saman um stöðu mönnunar í hjúkrun. Félagið lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á hjúkrunarfræðingum og leggur til aðgerðir til að bregðast við vandanum.

Atlantshafsbandalagið stendur sterkt og sameinað

16.2.2017 Utanríkisráðuneyti Atlantshafsbandalagið stendur sterkt og sameinað

Í dag lauk tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO þar sem rætt var um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað, og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála.

16.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tillaga um að greina skattalega meðferð fæðispeninga og fæðiskostnaðar

Á fundi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, átti í gærkvöld með fulltrúum samninganefnda sjómanna og útvegsmanna var lögð fram eftirfarandi tillaga:

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

16.2.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi.

Búist við mikilli fjölgun starfa á þessu ári

16.2.2017 Velferðarráðuneytið Búist við mikilli fjölgun starfa á þessu ári

Vinnumálastofnun reiknar með mikilli fjölgun starfa á þessu ári. Atvinnulausum fjölgaði verulega í janúar vegna sjómannaverkfalls, en jafnframt voru um 960 manns sem fóru af atvinnuleysisskrá. Þetta og margt fleira kemur fram í nýrri og endurbættri mánaðarskýrslu stofnunarinnar um stöðuna á vinnumarkaði.

16.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna tilkynningar um skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga

Vegna tilkynningar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær í tengslum við skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga tekur ráðuneytið fram: Í tilkynningunni var miðað við að heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum væri um 2,3 milljarðar króna á ári samkvæmt gildandi kjarasamningum og var miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna væri um 1,5-1,6 milljónir daga á ári.

Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni

16.2.2017 Utanríkisráðuneyti Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, um tvíhliða varnarsamstarf landanna og þróun öryggismála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi.

15.2.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri til umsagnar

Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri sem settar eru á grundvelli nýrra laga um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. febrúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Fundað með utanríkismálastjóra ESB

15.2.2017 Utanríkisráðuneyti Fundað með utanríkismálastjóra ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB í Brussel, en þau ræddu samskipti Íslands og ESB, málefni norðurslóða og öryggismál.

15.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Árétting vegna skattlagningar fæðispeninga og dagpeninga

Að gefnu tilefni vill fjármála- og efnahagsráðuneytið árétta eftirfarandi varðandi skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga:Samkvæmt lauslegu mati ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga.

15.2.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breyttum reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa til umsagnar

Drög að breytingum á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO

15.2.2017 Utanríkisráðuneyti Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun. 

Nýr skrifstofustjóri félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu

15.2.2017 Velferðarráðuneytið Nýr skrifstofustjóri félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu

Ákvörðun hefur verið tekin um að skipa Ellý Öldu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Ellý Öldu hæfasta úr hópi 21 umsækjanda um starfið.

15.2.2017 Innanríkisráðuneytið Skipar starfshóp til að kanna framkvæmdir við stofnleiðir og mögulega fjármögnun

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að bæta stofnleiðir út frá höfuðborginni, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.

Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

14.2.2017 Velferðarráðuneytið Fjöldi greininga staðfestir kynbundinn launamun

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.

Mikilvægt að eiga gott samráð um Brexit

14.2.2017 Utanríkisráðuneyti Mikilvægt að eiga gott samráð um Brexit

Í dag átti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fund með Michel Barnier, aðalsamningamanni Evrópusambandsins, í væntanlegum viðræðum um brotthvarf Breta úr sambandinu.

Heildarafli Íslands á loðnu aukinn í 196 þúsund tonn

14.2.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Heildarafli Íslands á loðnu aukinn í 196 þúsund tonn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á þessari vertíð. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans er um 17 milljarðar króna.

Upplýsingasíða um réttindi og skyldur útsendra starfsmanna

13.2.2017 Velferðarráðuneytið Upplýsingasíða um réttindi og skyldur útsendra starfsmanna

Félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði sl. föstudag nýja upplýsingasíðu; posting.is þar sem veittar eru upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem sendir eru til starfa á Íslandi.  

13.2.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu til umsagnar

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 24. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Veruleg tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

13.2.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Veruleg tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (HHÍ) hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðuneytinu greiningarskýrslu um möguleika Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. HHÍ kynnti helstu niðurstöður hennar á fundi í dag.