Fréttir frá ráðuneytunum

Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra

17.1.2017 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með sendifulltrúum þeirra ríkja sem eru með sendiráð á Íslandi og kynnti þeim helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum. 

Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

17.1.2017 Innanríkisráðuneytið Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

Skrifað var í dag undir samninga um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju við pólsku skipasmíðastöðina Crist í húsnæði Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að ferjan geti hafið siglingar uppúr miðju ári 2018. Undir samninginn skrifuðu fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa og innanríkisráðuneytis.

Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja

17.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja sömdu í gær (16. janúar) um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár. Einnig var samið um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Heimildir Færeyinga verða þær sömu á næsta ári og þær eru í ár eða um 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði hækkar úr 1.900 tonnum í 2.400 tonn.

Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

17.1.2017 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur þátt í fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja sem nú stendur yfir í París. Á fundinum er m.a. fjallað um hvernig bæta megi nýtingu fjár til heilbrigðismála og sporna við sóun. Útgjöld til lyfjamála vega þungt og gerði Óttarr það að umtalsefni í innleggi sínu á fundinum í dag.

Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

17.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Ransóknarsvið Páls Rafnars hefur aðallega snúið að hugmyndum - bæði klassískum og nútímalegum - um sanngirni, siðvit og réttlæti.

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

17.1.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Vigdís Ósk Häsler
Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

16.1.2017 Innanríkisráðuneytið Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vigdís Ósk mun hefja störf á næstu dögum en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

16.1.2017 Velferðarráðuneytið Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í morgun fund með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, þar sem þau ræddu um helstu verkefni sem framundan eru á sviði jafnréttismála, með áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og innleiðingu jafnlaunastaðals.

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

16.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Í fyrsta ávarpi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tíu einstaklingum, fimm konum og fimm körlum, réttindi til endurskoðunarstarfa.

Fulltrúar yfirvalda
Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar

16.1.2017 Innanríkisráðuneytið Fulltrúar yfirvalda Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing tóku á dögunum á móti fulltrúum ættleiðingaryfirvalda frá Tógó sem heimsótti Ísland í nokkra daga. Átti sendinefndin fundi með ráðuneytinu, fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og stjórn og starfsfólki Íslenskrar ættleiðingar.

13.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fitch breytir horfum um lánshæfi ríkissjóðs í jákvæðar

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð. Horfur eru nú jákvæðar en voru áður metnar stöðugar. Langtímaeinkunnir í erlendri og innlendri mynt voru staðfestar óbreyttar í BBB+

Nordic Matters: Norræn menning í brennidepli í London árið 2017

13.1.2017 Utanríkisráðuneyti Nordic Matters: Norræn menning í brennidepli í London árið 2017

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London allt árið 2017 með menningarhátíðinni Nordic Matters, sem hófst formlega í dagSouthbank Centre er stærsta menningarmiðstöð Bretlands og stendur hún við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg London en hana sækja 5 milljónir gesta ár hvert. Boðið verður upp á fjölbreytta norræna menningardagskrá á sviðum bókmennta, tónlistar, dans, myndlistar, hönnunar, tísku, matvæla og arkitektúrs, auk þess sem hægt verður að sækja fjölda fyrirlestra og málstofa.

13.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið S&P hækkar lánshæfismat ríkissjóðs í A flokk

Matsfyrirtækið Standard & Poors hækkaði í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð í A- úr BBB+, horfur eru metnar stöðugar. Meginástæða hækkunarinnar er sterkari ytri staða.

13.1.2017 Innanríkisráðuneytið Ísland ljóstengt 2017 – niðurstaða A hluta umsóknarferlis

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 sem nú stendur yfir skiptist í A og B hluta. A hlutinn er nokkurs konar forval og er þeim hluta lokið en B hlutinn eru skil á  eiginlegum styrkbeiðnum sem nú fer í hönd.

13.1.2017 Velferðarráðuneytið Aðstoðarmenn heilbrigðisráðherra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Sigrúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jóhannsson.

13.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna frágangs á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum

Eftir umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum um frágang á skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var í ráðuneytinu farið vandlega yfir ferlið við vinnslu skýrslunnar.  

13.1.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Auglýsing frá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum

Árið 2017 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum.

13.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs, en efnið er tekið saman í tengslum við lög um opinber fjármál sem tóku gildi í ársbyrjun 2016.

Gylfi Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

13.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Gylfi Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

13.1.2017 Velferðarráðuneytið Umsækjendur um stöðu skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu

22 sóttu um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu sem auglýst var um miðjan desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 9. janúar.

12.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Mat á dánar- og lífslíkum við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísar til 14. gr. reglugerðar nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, þar sem við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. 

12.1.2017 Velferðarráðuneytið Aðstoðarmenn félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn til starfa í velferðarráðuneytinu, þau Karl Pétur Jónsson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

12.1.2017 Utanríkisráðuneyti Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. 

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hafinn

12.1.2017 Utanríkisráðuneyti Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hafinn

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu fyrir árin 2019-2021 hófst í dag og flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnunarávarp að því tilefni á fjölmennum fundi í Hörpu. Með fundinum er hafinn eiginlegur undirbúningur að íslensku formennskunni í víðtæku samráði við þá fjölmörgu aðila sem sinna norðurslóðamálefnum hér á landi. Rúmlega 100 manns taka þátt í fundinum.