Fréttir frá ráðuneytunum

Opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021

27.5.2016 Utanríkisráðuneyti Opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021

Í dag hefst opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES fyrir nýtt starfstímabil, 2014-2021. Allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu.

Blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd

27.5.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd

Frumvarp um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afgreitt úr ríkisstjórn á þriðjudag. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka stjórnarflokkanna  og verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsaðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd.

Drög að reglugerð um tiltekin loftmengunarefni í kynningu

27.5.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um tiltekin loftmengunarefni í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir drög að nýrri reglugerð sem fjallar m.a. um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings. Megintilgangur þessarar reglugerðar er að innleiða ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.

26.5.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Aukin hagræðing og sveigjanleiki með notkun skýjalausna hjá ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur látið gera skýrslu um helstu eiginleika og útfærslur skýjalausna, með það að markmiði að ná fram hagræðingu og auknum sveigjanleika í rekstri tengdum upplýsingatækni ríkisins. 

26.5.2016 Innanríkisráðuneytið Kynnt reglugerðarbreyting til að innleiða ESB-gerðir um reiki í farsímanetum

Settar hafa verið reglur um reiki undanfarin ár innan ríkja Evrópusambandsins í því skyni að stilla reikigjöldum í hóf og til að gæta hagsmuna neytenda. Hafa gjöldin lækkað verulega frá setningu fyrstu reglugerðarinnar árið 2007. Innanríkisráðuneytið birtir nú til kynningar  reglugerð sem innleiðir tvær gerðir ESB um reiki á almennum farsímanetum innan ESB og um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan ESB.

Fimmtán nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

26.5.2016 Utanríkisráðuneyti Fimmtán nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

Fimmtán nemendur útskrifuðust með diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá skólanum en þeir hafa stundað nám við skólann frá ársbyrjun. Nemendurnir koma að þessu sinni frá sex löndum, Malaví, Mósambík, Úganda, Palestínu, Gana og Suður Afríku.

26.5.2016 Innanríkisráðuneytið Stofnun millidómstigs samþykkt á Alþingi

Lagafrumvörp um stofnun millidómstigs voru samþykkt á Alþingi nú í morgun. Eru það annars vegar lög um dómstóla og hins vegar breyting á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Með breytingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, og hefur hann aðsetur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018.

Niðurstöður könnunar á mannafla- og fræðsluþörf í ferðaþjónustunni

26.5.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Niðurstöður könnunar á mannafla- og fræðsluþörf í ferðaþjónustunni

Á þessu ári vinna að jafnaði 22 þúsund manns í ferðaþjónustu á Íslandi en það er ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá  en þeir eru nú 6 þúsund. Þetta eru á meðal helstu niðurstaðna sem koma fram í könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannaaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Könnunin var framkvæmd í apríl sl. og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum.

26.5.2016 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg

Vegna umfjöllunar um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík minnir innanríkisráðuneytið á skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til að skoða hugmyndir að framtíðarnýtingu hússins. Skýrsluna má sjá hér .

Samningur um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

26.5.2016 Velferðarráðuneytið Samningur um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu.

Frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum

25.5.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar á skatta- og tollalögum en tilefni þess eru nýlegar upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum og möguleg undanskot frá skatti sem kalla á tafarlaus og afdráttarlaus viðbrögð af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2016

25.5.2016 Innanríkisráðuneytið Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2016

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um hverjir séu í framboði til kjörs forseta Íslands 25. júní næstkomandi í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum.

25.5.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Framlög úr ríkissjóði til framhaldsskóla í greiðsluvanda

Sjö framhaldsskólar sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa fengið greidd framlög sem ætlað er að mæta vandanum. Framlögin taka mið af rekstraráætlun skólanna og eru greidd út þrátt fyrir uppsafnaða skuld við ríkissjóð. Framlögin nema alls tæpum 100 milljónum króna og voru ákveðin eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið höfðu farið yfir stöðu skóla sem glíma við greiðsluvanda. 

Fundað með þýskum þingmönnum

25.5.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Fundað með þýskum þingmönnum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, átti í gær fund með þingmönnum úr þýsk-norrænum vinahópi á þýska sambandsþinginu, Bundestag. Vinahópurinn var staddur hér á landi í vinnuheimsókn til að kynna sér m.a. jarðhita og loftslagsmál.

Íslandsbanki hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016

25.5.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Íslandsbanki hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016

Íslandsbanki hlaut í morgun Hvatningarverðlaun jafnréttismála og afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Birnu Einarsdóttir bankastjóra viðurkenninguna.

Losun fjármagnshafta rædd á fundi EES-ráðsins í Brussel

25.5.2016 Utanríkisráðuneyti Losun fjármagnshafta rædd á fundi EES-ráðsins í Brussel

Einfaldara regluverk og losun fjármagnshafta, var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók upp á EES-ráðsfundi sem haldinn var í Brussel í morgun. Fundinn sátu einnig utanríkisráðherra Liechtenstein, og Evrópumálaráðherra Noregs. Utanríkisráðherra Hollands stýrði fundi, en Holland fer með formennsku í Evrópusambandinu nú um stundir. 

Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

25.5.2016 Velferðarráðuneytið Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára, ásamt skýrslu um stöðu og þróun í málefnum innflytjenda á helstu sviðum samfélagsins.

Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg hlutu jafnréttisviðurkenningu

25.5.2016 Velferðarráðuneytið Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg hlutu jafnréttisviðurkenningu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í gær jafnréttisviðurkenningu jafnréttisráðs. Að þessu sinni hlutu Reykjarvíkurborg og starfsfólk borgarinnar viðurkenningu og einnig Samtök um Kvennaathvarf.

Viðhorfs- og aðstöðumunur íbúðaeigenda og leigjenda

25.5.2016 Velferðarráðuneytið Viðhorfs- og aðstöðumunur íbúðaeigenda og leigjenda

Tvær viðamiklar kannanir á húsnæðismálum sem varpa ljósi á stöðu leigjenda og íbúðaeigenda sýna mikla þörf fyrir aukið framboð leiguhúsnæðis hér á landi. Niðurstöðurnar sýna einnig viðhorfs- og aðstöðumun í mörgum efnum eftir því hvort um eigendur eða leigjendur er að ræða.

25.5.2016 Velferðarráðuneytið Nýr stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Hákon Stefánsson formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Hákon tekur við af Birni Zoëga sem hefur sagt sig sig frá stjórnarformennskunni vegna starfa sinna erlendis.

Stuðningi Íslands við niðurstöður leiðtogafundar heitið

24.5.2016 Utanríkisráðuneyti Stuðningi Íslands við niðurstöður leiðtogafundar heitið

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hét í dag stuðningi Íslands við meginniðurstöður leiðtogafundar um mannúðarmál, sem haldinn er í Istanbúl í Tyrkland

24.5.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Svör við algengum spurningum vegna laga um meðferð aflandskrónueigna

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman svör við algengum spurningnum vegna laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. 

24.5.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heildarútgjöld ríkissjóðs innan fjárheimilda á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016

Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi 2016 voru innan fjárheimilda að því er fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á fyrsta ársfjórðungi hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á fyrstu þrem mánuðum ársins. 

24.5.2016 Innanríkisráðuneytið Vilja fá íslenska lögreglumenn til Frakklands vegna Evrópumótsins

Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að sendir verði átta íslenskir lögreglumenn til starfa í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu sem þar fer fram dagana 10. júní til 10. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tveir lögreglumenn starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og hinir sex fari milli borga í Frakklandi þar sem íslenska landsliðið spilar leiki sína.