Fréttir frá ráðuneytunum

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

27.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics.

27.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum

Á fundi ríkisstjórnarinnar 31. maí 2016 var samþykkt að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan er undir forystu forsætisráðuneytisins en mun fara fram í nánu samstarfi við þau ráðuneyti sem við eiga og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. 

Aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með fríverslunarsamningi við Georgíu

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með fríverslunarsamningi við Georgíu

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Georgíu. Undirritunin fór fram á ráðherrafundi EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss.

Undirritun tvísköttununarsamnings við Liechtenstein

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Undirritun tvísköttununarsamnings við Liechtenstein

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands.

Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

27.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Undirritun tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Nær samningurinn til tekju- og eignaskatta. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands en Aurelia Frick utanríkisráðherra fyrir hönd Liechtenstein.

Náið samráð EFTA-ríkja vegna ákvörðunar Breta

27.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Náið samráð EFTA-ríkja vegna ákvörðunar Breta

EFTA-ríkin munu eiga með sér náið samráð til að viðhalda nánum efnahags- og viðskiptatengslum við Bretland, samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss. Ísland tekur við forystu í EFTA og EES 1. júlí nk. 

Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag

25.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag

Forsetakosningarnar standa nú yfir og verða kjörstaðir yfirleitt opnir til klukkan 22 í kvöld nema á einstaka stað þar sem kosningum er jafnvel lokið. Alls eru 245.004 á kjörskrá, 122.870 konur og 122.134 karlar. Alls eru 91.435 á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum báðum en fjölmennasta kjördæmið er Suðvesturkjördæmi þar sem 67.478 eru á kjörskrá.

Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum

25.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum

Sendinefnd frá stjórnvöldum í Suður-Kóreu dvelst um þessar mundir hér á landi og fylgist með undirbúningi og framkvæmd forsetakosninganna. Sendinefndin (National Election Commission) fylgdist með þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um ESB í vikunni og kom hingað til lands í gær.

Margvísleg þjónusta á kjördag

25.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Margvísleg þjónusta á kjördag

Kjör forseta Íslands fer fram í dag, 25. júní 2016. Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar er varða framkvæmd kosninganna meðan kjörfundur stendur yfir eða til klukkan 22 í kvöld þegar kjörfundi lýkur.

24.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Viðbrögð við ákvörðun Breta um úrsögn úr ESB

Ríkisstjórn Íslands ræddi á fundi sínum í morgun þá ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu.

24.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Viðbrögð við ákvörðun Breta um úrsögn úr ESB

Ríkisstjórn Íslands ræddi á fundi sínum í morgun þá ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands og grundvallast samskiptin á EES-samningnum. 

24.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Ríkissjóður Íslands kaupir eigin bréf í flokki RIKH 18 1009

Ríkissjóður Íslands keypti í dag til baka bréf í óverðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKH 18 1009 að nafnverði 30 ma.kr. á verðinu 100,29.  

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2016-17. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt líkt og undanfarin ár.

24.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2016-17. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt líkt og undanfarin ár.

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2016/2017 eftir samráð í ríkisstjórn

Fjármála- og efnahagsráðherra frummælandi á ráðstefnu Euromoney

24.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Fjármála- og efnahagsráðherra frummælandi á ráðstefnu Euromoney

Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, var meðal frummælenda á árlegri skuldabréfaráðstefnu á vegum Euromoney í London á miðvikudaginn. Ráðstefnan hefur verið haldin í 25 ár og leiðir saman helstu fjárfesta, skuldabréfaútgefendur og fulltrúa fjármálafyrirtækja.

Reglugerð um stofnun og starf fagráða Menntamálastofnunar

24.6.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ForsíðaSTJR-Fréttir Reglugerð um stofnun og starf fagráða Menntamálastofnunar

Fagráð skulu vera stofnuninni til ráðgjafar og aðstoðar svo hún geti sem best sinnt lögbundnu hlutverki sínu

Nærri 180 milljónum króna varið til að auka öryggi ferðamanna

23.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Nærri 180 milljónum króna varið til að auka öryggi ferðamanna

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu um ráðstöfun fjár í verkefni á sviði innanríkisráðuneytisins til að auka öryggi ferðamanna og annarra vegfarenda. Samtals verður 178 milljónum króna varið á árinu til að efla löggæslu og þjónustu Vegagerðarinnar auk þess sem styrkt verður hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

23.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Samstarfssamningur ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og tollstjóra um eflt samstarf í skatta- og innheimtumálum

Samstarf stofnana fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem fara með skatta- og innheimtumál verður eflt og aukið með nýjum samstarfssamningi sem búið er að undirrita.

Opinber heimsókn hr. Zhi Shuping gæðamálaráðherra Kína

23.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Opinber heimsókn hr. Zhi Shuping gæðamálaráðherra Kína

Á fundi sínum í gær undirrituðu Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Zhi Shuping ráðherra gæðamála í Kína samning þar sem fram kemur að tilteknar fiskafurðir og lifandi hross uppfylli heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda.

Punktar varðandi aflaráðgjöf og ákvörðun um heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2016-2017

23.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Punktar varðandi aflaráðgjöf og ákvörðun um heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2016-2017

Þann 8. júní 2016, kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sína um heildarafla nytjastofna á fiskveiðiárinu 2016-2017. Í kjölfarið átti ráðherra samráðsfundi með fulltrúum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssambandi smábátaeigenda og samtökum sjómanna, þar sem leitað var eftir viðhorfum þessara aðila til ráðgjafarinnar.

Leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns samkvæmt lögum

23.6.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns samkvæmt lögum

Heilbrigðisráðherra hefur veitt fyrirtækinu Arctic Therapeutics ehf. leyfi til stofnunar og starfrækslu lífsýnasafns og safns heilbrigðisupplýsinga. Þetta er fyrsta leyfið sem veitt er frá því að heildstæð löggjöf um rannsóknir á heilbrigðisvísindasviði öðlaðist gildi 1. janúar 2015.

Ráðherra ræðir efnahagsmál og Brexit hjá OECD

23.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ráðherra ræðir efnahagsmál og Brexit hjá OECD

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra heimsótti í morgun Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, í París og átti fund með aðstoðarframkvæmdastjóranum, Mari Kiviniemi.

Enn hægt að kjósa erlendis en kjósendur sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæði heim

23.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Enn hægt að kjósa erlendis en kjósendur sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæði heim

Utanríkisráðuneytið vill benda Íslendingum erlendis á að utankjörstaðatkvæðagreiðsla er enn möguleg. Mikilvægt er að hafa í huga að kjósendur erlendis verða sjálfir að koma atkvæði sínu heim.

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

22.6.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Launamunur kynjanna meðal ríkisstarfsmanna ekki aukist milli ára

22.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Launamunur kynjanna meðal ríkisstarfsmanna ekki aukist milli ára

Óleiðréttur kynbundinn launamunur félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu var óbreyttur milli áranna 2014 og 2015, eða 8,5%, að því er rauntölur úr launakerfi ríkisins sýna.