Fréttir frá ráðuneytunum

30.7.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Almenningur boðinn velkominn á Austurvöll

Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu mánudaginn 1. ágúst og hefst dagskrá kl. 15.30. 
Ríkisútvarpið verður með beina útvarpssendingu frá athöfninni í kirkju og beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í þinghúsi. Útsendingunni verður varpað út á Austurvöll og verður sérstakur skjár settur upp svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. 

29.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti ESB opnar tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi

Hinn 1. ágúst nk. mun Evrópusambandið (ESB) opna tiltekna tollfjálsa innflutningskvóta fyrir fersk og kæld karfaflök, frosinn leturhumar, heilfrysta síld og niðursoðna þorsklifur, samkvæmt viðbótarbókun við fríverslunarsamning Íslands og ESB  frá 1972 sem undirrituð var 3. maí sl. Samningaviðræður um kvótana fóru fram samhliða viðræðum um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES.

ESA samþykkir ívilnanasamning við Silicor Material

29.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR ESA samþykkir ívilnanasamning við Silicor Material

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ívilnanasamning íslenska ríkisins við Silicor Materials vegna byggingar á sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

29.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR EFTA dómstóllinn átelur drátt á endurheimt ríkisaðstoðar

EFTA dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkið hafi ekki endurheimt innan tilskilins tímafrests ríkisaðstoð við fimm fyrirtæki sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taldi að gengju gegn EES samningnum.

28.7.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 28. júlí 2016 er lokið

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 28. júlí 2016 er lokið.

Á fundinum voru m.a. endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

 

28.7.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 28. júlí 2016

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum í dag 28. júlí kl. 11.00.

27.7.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Sáttameðferð til þess fallin að leysa mikinn hluta ágreiningsmála

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um árangur af meðferð sáttameðferðar en með breytingum á barnalögum árið 2012 (lög nr. 61/2012 og nr. 144/2012) var lögfest það nýmæli að foreldrar eru skyldugir til að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál vegna forsjár og fleira. Lögin tóku gildi í janúar 2013. Markmið sáttameðferðar er að aðstoða foreldra við að semja um þá lausn sem barni er fyrir bestu.

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

26.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

Markviss vinna við nýja byggðaáætlun sem mun gilda fyrir árin 2017-2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur mikil áhersla verið lögð á samráð og samtal við sveitarfélög og einstaklinga um allt land. Nú gefst öllum kostur á að koma með tillögur í byggðaáætlunina. 

21.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Staða mála í Tyrklandi grafalvarleg

Íslensk stjórnvöld hafa fylgst grannt með þróun mála í Tyrklandi síðustu daga og segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stöðu mála vera grafalvarlega. "Þróunin hefur verið mjög hröð og ófyrirsjáanleg og hvetur Ísland til stillingar og sátta," segir Lilja. "Það er mikilvægt að tyrknesk stjórnvöld virði mannréttindi í hvívetna. Eitt er að draga þá til ábyrgðar sem skipulögðu og stóðu að valdaránstilrauninni annað er að stunda víðfeðmar hreinsanir af pólitískum toga," segir utanríkisráðherra.

21.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Vegna stöðu mála í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Eftir reglulegt samráð borgaraþjónustu Norðurlandanna vill utanríkisráðuneytið brýna fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem eru í landinu að gæta áfram fyllstu varúðar á meðan á dvöl þeirra stendur. Þá brýnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

21.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Fundar með starfshópi sem metur umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum

Bandaríski hagfræðingurinn dr. James S. Henry hefur verið fenginn hingað til lands til þess að funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum.

21.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2016-2017

Mánudaginn 13. júní 2016 rann út umsóknarfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum 0406.xxxx fyrir tímabilið 1. júlí 2016 – 30. júní 2017.

Ársrit innanríkisráðuneytisins komið út

18.7.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Ársrit innanríkisráðuneytisins komið út

Ársrit innanríkisráðuneytisins 2015 er komið út og er aðeins birt rafrænt. Í ritinu er að finna upplýsingar um ýmis verkefni sem unnið var að á síðasta ári og tekin er saman ýmis tölfræði yfir starfsemina frá stofnun ráðuneytisins 1. janúar 2011.

17.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands afturkölluð

Eftir regulegan samráðsfund Norðurlandanna um borgaraþjónustu hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að afturkalla fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands þar sem varað var við ónauðsynlegum ferðum til landsins. Hins vegar vill utanríkisráðuneytið enn hvetja Íslendinga sem eru staddir í landinu að gæta fyllstu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. 

16.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ferðaviðvörun til Tyrklands áfram í gildi

Á samráðsfundi Norðurlandanna um borgaraþjónustu í morgun var ákveðið að vara áfram við ónauðsynlegum ferðum til Tyrklands. Við leiðbeinum fólki áfram að gæta ítrustu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála. Annar samráðsfundur verður haldinn í fyrramálið og verða ferðaviðvaranir uppfærðar eftir því sem við á. 

16.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra um stöðu mála í Tyrklandi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisáðherra segir að valdaránstilrauninni í Tyrklandi virðist hafa verið hrundið. "Lýðræðislega kjörin stjórnvöld halda völdum og mikilvægt er að stöðugleiki komist á sem fyrst. Við hvetjum til stillingar og sátta í landinu.

Engar vísbendingar hafa borist um að Íslendingar í Tyrklandi hafi verið í hættu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist náið með þróun mála".

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ferðaviðvörun vegna Tyrklands

Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála.


Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar.

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Vegna fregna af valdaráni í Tyrklandi

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins stendur vaktina vegna fregna af valdaráninu í Tyrklandi og beinir þeim tilmælum til íslenskra ferðamanna í Tyrklandi og Íslendinga búsettum í landinu að láta aðstandendur á Íslandi vita af sér. Flestar samskiptaleiðir aðrar en símalínur virðast lokaðar í Tyrklandi og tekið hefur í gildi útgöngubann í helstu borgum. Beinir utanríkisráðuneytið þeim tilmælum til Íslendinga að halda sig innandyra og fylgjast náið með þróun mála hvar sem það er statt í landinu. Utanríkisráðuneytið aflar frekari upplýsinga og verða frekari tilmæli send út eftir því sem ástand mála skýrist.  

15.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Fitch staðfestir BBB+ lánshæfiseinkunn Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+ og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-. 

15.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor's reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðaþjónustu og öflugri einkaneyslu.

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

15.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2016

15.7.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna árásar í Nice

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna árásanna í Nice í gær. 

Endurheimt votlendis í landi Bessastaða hluti aðgerða í sóknaráætlun í loftslagsmálum

15.7.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Endurheimt votlendis í landi Bessastaða hluti aðgerða í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason, landgræðslustjóri, undirrituðu í dag samstarfssamning um endurheimt votlendis við Bessastaði. Um leið hófust þau handa við verkið með því að setja fyrstu skóflufyllirnar af mold ofan í skurð í landi Bessastaða. Þar með var ýtt úr vör verkefni við endurheimt votlendis sem er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Samúðarkveðja send til utanríkisráðherra Frakklands

"Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi.

Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda," segir Lilja í samúðarkveðjunni.