Vefir Stjórnarráðsins

Gátlisti fyrir skrif á vef Stjórnarráðs Íslands

 Fyrir hvern er skrifað?

 • Hver er markhópurinn - settu þig í spor þess sem mun koma til með að nýta sér þjónustuna.

Framsetning á efni

 •  Notaðu lista og punkta (e: bullets) til að brjóta upp langar greinar og lýsa aðalatriðum.
 • Gættu þess að skipta grein sem er lengri en 3-4 efnisgreinar upp með lýsandi undirfyrirsögnum.

Orðaval

 • Skrifaðu kjarnyrtan texta og forðist málalengingar.
 • Haltu kommusetningum í lágmarki – miðaðu við setningar upp á 15-20 orð.
 • Ekki nota skammstafanir eða skáletrun í texta.
 • Forðastu að nota formleg og „erfið“ orð sem algeng eru úr lagatexta. Hafðu skýringar með flóknum orðum.
 • Gættu að samræmi í orðanotkun.

Efni undirbúið fyrir birtingu á vef

 • Með öllum greinum þarf að fylgja stutt samantekt um umfjöllunarefnið sem nýtist sem inngangstexti og auðveldar notendum að átta sig á innihaldi greinarinnar.
 • Ef myndefni fylgir greininni þarf að fylgja viðeigandi skýringartexti, þetta nýtist öllum notendum en sérstaklega sjónskertum og blindum einstaklingum.
 • Ef töflur, línu- eða súlurit eru notuð í greininni þarf að skrifa sérstaka samantekt um innihaldið og láta fylgja greininni.

Skýrslur og fylgiskjöl

 • PDF-skjöl þurfa að innihalda bókamerktar fyrirsagnir. Fylgið leiðbeiningum um aðgengileg skjöl í Vefhandbókinni á ut.is.
 • Ef mögulegt er að birta einfalda textaskrá af skýrslum sem settar eru upp í dálkum eða innihalda mikið grafískt efni er það góð leið.
 • Fylgið nafnareglu (t.d. dagsetning-skýrslunafn-ráðuneyti) þegar ytri skrám eru gefin heiti, notið bandstrik - , ekki undirstrik _. Dæmi: 2009-15-04-skyrsla-um-throun-mala-FOR.pdf

Gátlisti fyrir skrif á vef Stjórnarráðs Íslands til útprentunar