Hoppa yfir valmynd
21. apríl 1997 Matvælaráðuneytið

Rækjuveiðar á Skjálfandadjúpi 21.04.97

FRÉTTATILKYNNING
Rækjuveiðar á Skjálfandadjúpi


Frá því í nóvember 1996, hafa rækjuveiðar verið bannaðar á svæði á Skjálfandadjúpi. Bann þetta var sett til verndunar smárækju. Að undanförnu hafa farið fram tilraunir með smárækjuskilju á svæðinu og hafa tvær skiljur verið notaðar við þær; svokölluð ISDAN-skilja og Húsavíkurskilja.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að mjög má draga úr veiðum á smárækju með notkun skiljanna. Hefur ráðuneytið því ákveðið að leyfa veiðar á svæðinu, enda verði önnur hvor tegund skiljanna notuð við þær veiðar. Jafnframt hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um gerð og útbúnað smárækjuskilju. Samkvæmt reglugerðinni skal skipstjóri sem hyggst stunda veiðar með smárækjuskilju á svæðinu tilkynna það Landhelgisgæslunni, ekki fyrr en 4 klst. og ekki síðar en 2 klst., áður en veiðar hefjast. Ennfremur skal tilkynna til Landhelgisgæslunnar strax þegar veiðum á svæðinu er hætt.

Ákvörðun þessi tekur gildi frá og með 22. apríl n.k.

    Sjávarútvegsráðuneytið
    21. apríl 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum