Hoppa yfir valmynd
7. október 2002 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2002-2003

FYLGISKJAL MEÐ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA 2. OKTÓBER 2002

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar


Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp, sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 128. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar, sem ætlunin er að flytja.

Forsætisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (rafræn stjórnsýsla o.fl.).
2. Frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð.
3. Frumvarp til laga um friðun Þingvalla.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1. Frumvarp til barnalaga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (breytingar er leiða af breytingum á kjördæmaskipan).
3. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot, verslun með fólk, refsiábyrgð opinberra starfsmanna, samningur Evrópuráðsins um spillingu á sviði refsiréttar).
4. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum (bætt umferðaröryggi og meðferð bóta vegna tjóna erlendis).
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir og lögreglulögum (stjórnsýsla almannavarna).
6. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga (heildarendurskoðun).
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögmannalögum (ýmsar breytingar).
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga (breytingar er leiða af stofnsamningi EFTA).
9. Frumvarp til laga um framlengingu happdrættisleyfa.
10. Frumvarp til laga um happdrætti (almenn lög).
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um birtingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla (rafræn útgáfa Lögbirtingablaðs).
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt (tvöfaldur ríkisborgararéttur).
13. Frumvarp til laga um lögfestingu á 13. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu (afnám dauðarefsinga).
14. Frv. til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (hefðbundin vinnsla ættfræðiupplýsinga).

Félagsmálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál.
2. Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra.
5. Frumvarp til laga um tímabundna ráðningarsamninga.
6. Frumvarp til laga um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga.
9. Frumvarp til laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Fjármálaráðuneytið
1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2003.
2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2002.
3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2000.
4. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2001.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
13. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum.
14. Frumvarp til laga um olíugjald og kílómetragjald o.fl.
15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna.
16. Frumvarp til laga um auknar ábyrgðir vegna lána Norræna fjárfestingarbankans til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.

Hagstofa Íslands
1. Frumvarp til laga um fyrirtækjaskrá.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, lögheimili og tilkynningar aðsetursskipta.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um Lýðheilsustöð.
2. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta.
3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu (skrár á heilbrigðissviði).
4. Frumvarp um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu (Sjónstöð).
5. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum o.fl.
6. Frumvarp til laga um breytingar á almannatryggingalögum.
7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir.
8. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (heildarlög).

Iðnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til laga um uppfinningar starfsmanna.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfsheiti.
3. Frumvarp til laga um heimild til samninga um stækkun álvers á Grundartanga.
4. Frumvarp til laga um heimild til samninga um byggingu álvers á Reyðarfirði.
5. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun og tækniþróun.
6. Frumvarp til laga um líftækniiðnað.
7. Frumvarp til raforkulaga.
8. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við flutning og dreifingu raforku.
9. Frumvarp til laga um Orkustofnun.
10. Frumvarp til laga um orkurannsóknir.

Landbúnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til laga um landgræðslu.
2. Frumvarp til jarðalaga.
3. Frumvarp til ábúðarlaga.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu og heilbrigðisskoðun á sláturafurðum.
8. Frumvarp til laga um breytingu á búnaðarlögum.

Menntamálaráðuneytið
1. Frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði.
3. Frumvarp til laga um breytingu á grunnskólalögum.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla.
7. Frumvarp til laga um breytingu á þjóðminjalögum.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsafriðun.
9. Frumvarp til laga um breytingu á safnalögum.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Örnefnastofnun Íslands.
11. Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum.
12. Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið.
13. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum.
14. Frumvarp til tónlistarlaga.

Samgönguráðuneytið
1. Frumvarp til laga um vaktstöð siglinga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu skipa.
4. Frumvarp til laga um breytingu á sjómannalögum.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.
6. Frumvarp til laga um eftirlit með skipum.
7. Frumvarp til laga um skipamælingar.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsókn sjóslysa.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsókn flugslysa.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Flugskóla Íslands.
13. Frumvarp til laga um fjarskipti.
14. Frumvarp til laga um úthlutun rekstrarleyfa fyrir þriðju kynslóð farsíma.
15. Frumvarp til laga um Póst-og fjarskiptastofnun.
16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu.
17. Frumvarp til laga um hafnir.
18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vitamál.
19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag ferðamála.
20. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til fjögurra ára.
21. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun til tólf ára.

Sjávarútvegsráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðieftirlitsgjald.
3. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um rekstur á mælingarþjónustu sem rekin er á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

Umhverfisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
3. Frumvarp til laga um úrvinnslugjald.
4. Frumvarp til laga um vernd erfðaauðlinda.
5. Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda.
6. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna verkefna Umhverfisstofnunar.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjasýslu.
9. Frumvarp til laga um eiturefni og hættuleg efni.
10. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur.

Utanríkisráðuneytið
1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Montreal-samnings um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa.
2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu alþjóðasamnings um verndun túnfiska í Atlantshafi.
3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Singapúr og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Singapúr.
4. Tillaga til þingsályktunar um aðild að alþjóðasamningi um vernd nýrra yrkja.
5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar um þrávirk lífræn efni við samning um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa.
6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um ábyrgð og skaðabætur vegna tjóns af völdum flutnings á hættulegum og eitruðum efnum á sjó.
7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við samning um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna í það.
8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Kartagena-bókunar um öryggi í lífvísindum við samninginn um líffræðilega fjölbreytni.
9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Evrópusamnings um spillingu á sviði refsiréttar.
10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi milli landa.
11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi milli landa, til að koma í veg fyrir, afnema og refsa fyrir verslun með einstaklinga, einkum konur og börn.
12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 58/2002 um upptöku tilskipunar 2000/34 um vinnutíma.
13. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 um upptöku tilskipunar 2001/19 um gagnkvæma viðurkenningu réttinda.
14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2002 um upptöku tilskipunar 98/5 um viðurkenningu atvinnuréttinda lögmanna.
15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2002 um upptöku tilskipunar 2001/65 um matsreglur vegna samstæðureikninga og ársreikninga.
16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2002 um upptöku reglugerða 68, 69 og 70/2001 um ríkisaðstoð.
17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 89/2002 um upptöku tilskipunar 2001/86 um samráð við launþega í Evrópufélögum.
18. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2002 um upptöku tilskipunar 2001/42 um áhrif áætlana á umhverfismat.
19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2002 um upptöku reglugerðar 2157/2001 um Evrópufélagið.
20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2002 um upptöku tilskipana 2001/107 og 108 um samræmingu reglna um rekstrarfélög og samræmdar útboðslýsingar.
21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003.
22. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2003.

Viðskiptaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki.
2. Frumvarp til laga um verðbréfaviðskipti.
3. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innstæðutryggingar.
6. Frumvarp til laga um vátryggingasamninga.
7. Frumvarp til laga um slit vátryggingafélaga.
8. Frumvarp til laga um gjaldþol vátryggingafélaga.
9. Frumvarp til laga um vátryggingamiðlara.
10. Frumvarp til laga um neytendakaup.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lausafjárkaup.
12. Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum