Hoppa yfir valmynd
4. október 2001 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2001-2002

FYLGISKJAL MEÐ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA 2. OKTÓBER 2001

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2001 - 2002


Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp, sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 127. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsályktunar, sem ætlunin er að flytja.

Forsætisráðuneytið

1. Frumvarp til laga um brottfall laga um Þjóðhagsstofnun.
2. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (rafræn stjórnsýsla o.fl.).
3. Frumvarp til laga um friðun Þingvalla.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um útlendinga.
2. Frumvarp til laga um fasteignakaup.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eignarétt og afnotarétt fasteigna.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum (starfsaldur lögreglumanna).
5. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gagnvart börnum, refsing fyrir vörslur barnakláms).
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samningsbundna gerðardóma (fullgilding alþjóðasamnings um sama efni).
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fangavist (þóknun vegna vinnu fanga undanþegin skattskyldu).
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun líka og líkbrennslu.
9. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (hryðjuverk, bann við dulbúningum í mótmælagöngum, ákvæði Evrópusamninga um spillingu).
10. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (eignaupptaka).
11. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (opinb. starfsm.).
12. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum (viðurlög við umferðarbrotum, stjórnsýsla umferðarmála, ábyrgðartrygging ökutækja).
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (reglur um vöktun öryggismyndavéla).
14. Frumvarp til laga um meðferð opinberra mála (heildarendurskoðun).
15. Frumvarp til laga um lögfestingu 12. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu.
16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis.
17. Frumvarp til laga um breytingu á lögmannalögum.
18. Frumvarp til barnalaga.
19. Frumvarp til laga um birtingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla.
20. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga.

Félagsmálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.
6. Frumvarp til barnaverndarlaga.
7. Frumvarp til laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (lögfesting vinnutímaákvæða o.fl.).
9. Frumvarp til laga um tímabundna ráðningarsamninga.
10. Frumvarp til laga um hlutavinnu.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög.
14. Frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga.
15. Frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufélög.

Fjármálaráðuneytið
1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2002.
2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001.
3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 1998.
4. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 1999.
5. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2000.
6. Frumvörp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt o.fl.
7. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörugjald.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um bókhald.
14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga.
15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi.
16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak.
17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
18. Frumvarp til laga um heimild ríkissjóðs til þess tímabundið að takast á hendur tryggingu eða endurtryggingu á bótaábyrgð sem flugrekendur kunna að baka sér gagnvart þriðja aðila vegna tjóns er hlýst af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um heilbrigðisþjónustu.
3. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð, málefni aldraðra, heilbrigðisþjónustu og sóttvarnalögum.
4. Frumvarp um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu (Heyrnar- og talmeinastöð).
5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Geislavarnir ríkisins.
6. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum.
8. Frumvarp til laga um breytingar á almannatryggingalögum (almenn endurskoðun).
9. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu.
10. Frumvarp til laga um Forvarnamiðstöð.

Iðnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til raforkulaga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði.
3. Frumvarp til laga um breytingu á orkulögum eða frumvarp til laga um Orkustofnun.
4. Frumvarp til laga um hitaveitur.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.
6. Frumvarp til vatnalaga.
7. Frumvarp til laga um niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis.
8. Frumvarp til laga um Iðntæknistofnun.
9. Frumvarp til laga um líftækni.
10. Frumvarp til laga um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um raforkuver (Kárahnjúkar, stækkun Kröflu o.fl.).
13. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.
14. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2002–2005.
15. Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum.

Landbúnaðarráðuneytið
1. Frumvarp til laga um búfjárhald.
2. Frumvarp til girðingalaga.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði.
4. Frumvarp til laga um varnir gegn landbrotum.
5. Frumvarp til jarðalaga.
6. Frumvarp til ábúðarlaga.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um flokkun og mat á gærum og ull.
8. Frumvarp til laga um eftirlitsstofu landbúnaðarins.
9. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna eftirlitsstofu landbúnaðarins.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu og heilbrigðisskoðun á sláturafurðum.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
12. Frumvarp til laga um gæðastýringu í sauðfjárrækt.
13. Frumvarp til skógræktarlaga.
14. Frumvarp til landgræðslulaga.

Menntamálaráðuneytið
1. Frumvarp til kvikmyndalaga.
2. Frumvarp til laga um skylduskil til safna.
3. Frumvarp til laga um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum.
4. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
5. Frumvarp til laga um táknmálsþjónustu.

Samgönguráðuneytið
1. Frumvarp til laga um póstþjónustu.
2. Frumvarp til laga um leigubifreiðar.
3. Frumvarp til laga um öryggisþjónustu við skip.
4. Frumvarp til laga um alþjóðlega skipaskrá.
5. Frumvarp til laga um úthlutun rekstrarleyfa fyrir þriðju kynslóð farsíma.
6. Frumvarp til laga um samgönguáætlun.
7. Frumvarp til hafnalaga.
8. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um flugmálaáætlun.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuöflun til vegamála.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rannsókn flugslysa.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir.
14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Flugskóla Íslands hf.
15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands.
16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu skipa.
17. Frumvarp til laga um breytingu á sjómannalögum.
18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.
19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó.
20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag ferðamála.
21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitinga- og gististaði.
22. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun.
23. Tillaga til þingsályktunar um vegaáætlun.
24. Tillaga til þingsályktunar um flugmálaáætlun.
25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.
26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leiðsögu skipa.
27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með skipum.
28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipamælingar.
29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir.

Sjávarútvegsráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðar krókabáta).
2. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar (eftirlit með brottkasti).
3. Frumvarp til laga um eldi nytjastofna sjávar.
4. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Hafrannsóknarstofnun.
5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum umRannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
6. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðieftirlitsgjald.
7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um þróunarsjóð sjávarútvegsins.
8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (byggt á álitsgerð endurskoðunarnefndar).

Umhverfisráðuneytið
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
2. Frumvarp til laga um úrvinnslugjald.
3. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
4. Frumvarp til laga um varnir gegn mengun hafs og stranda.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
6. Frumvarp til laga um eiturefni og hættuleg efni.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjavörur.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýravernd.
10. Frumvarp til laga um sorpurðun.
11. Frumvarp til laga um vernd erfðaauðlinda.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um spilliefnagjald.

Utanríkisráðuneytið
1. Tillaga til þingsályktunar um aðild að alþjóðlegum samningi um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardóma.
2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu alþjóðlegs samnings um aðgerðir gegn hryðjuverkasprengingum.
3. Tillaga til þingsályktunar um aðild að alþjóðlegum samningi um aðgerðir til að stemma stigu við fjármögnun hryðjuverka.
4. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem geta talist óhóflega skaðleg eða hafa tilviljunarkenndar afleiðingar ásamt bókunum við hann.
5. Tillaga til þingsályktunar um aðild að alþjóðasamningi um vernd nýrra yrkja.
6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu alþjóðasamnings um björgun, 1989.
7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um menntun, þjálfun, skírteini og vakstöður áhafnar fiskiskipa, 1995.
8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um kyrrsetningu hafskipa.
9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka um þrávirk lífræn efni við samning um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa.
10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings um ábyrgð og skaðabætur vegna tjóns af völdum flutnings á hættulegum og eitruðum efnum á sjó.
11. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaðan stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.
12. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn um urðun úrgangs.
13. Frumvarp til laga um útflutning.
14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.
15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2002.

Viðskiptaráðuneytið
1. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um vátryggingasamninga.
2. Frumvarp til laga um breytingu á kaupalögum.
3. Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum (reglur um ábyrgðaryfirlýsingar).
4. Frumvarp til laga um lögbann til verndar hagsmunum neytenda.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð.
7. Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki.
8. Frumvarp til laga um verðbréfafyrirtæki.
9. Frumvarp til laga um kauphallir og skipulega tilboðsmarkaði.
10. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði.
11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
12. Frumvarp til laga um rafræn viðskipti.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrningu kröfuréttinda.
14. Frumvarp til laga um skuldabréf.
15. Frumvarp til laga um endurskoðun lagareglna um skatta og þjónustugjöld.
16. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um erlenda fjárfestingu.
17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum