Ríkisstjórnatal frá stofnun lýðveldis

Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors

Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors: 20. nóvember 1959 - 14. nóvember 1963.

  • Ólafur Thors, (til 14.09.1961 og frá 1.1.1962) forsætisráðherra
  • Guðmundur Í. Guðmundsson, utanríkisráðherra
  • Bjarni Benediktsson, (til 14.09.1961 og frá 1.1.1962) dóms- og kirkju, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra og (frá 14.09.1961 til 31.12.1961) forsætisráðherra
  • Emil Jónsson, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra
  • Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra
  • Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og viðskiptaráðherra
  • Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og samgönguráðherra
  • Jóhann Hafstein (frá 14.09.1961 til 31.12.1961) dóms- og kirkju, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra

Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors 20. nóvember 1959Talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors, Birgir Thorlacius ríkisráðsritari, Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands, Guðmundur Í. Guðmundsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason.

Til baka


Stuðst er við upplýsingar úr bókunum, Stjórnarráð Íslands 1904-1964 og Stjórnarráð Íslands 1964-2004