Áskrift og RSS

Áskrift og RSS

Áskrift að efni á vefjum Stjórnarráðsins

Unnt er að skrá sig fyrir vöktun á t.d. fréttum og fá sendar tilkynningar í tölvupósti þegar nýtt efni er birt á vef ráðuneytis. Hvert ráðuneyti er með nokkra efnisflokka í boði.

Ráðuneytin eru hvert með sitt áskriftarkerfið. Því þarf nýr notandi að byrja á að skrá netfang sitt og búa sér til lykilorð á þeim vefjum þar sem hann kýs að vera með áskrift (sjá nánar í leiðbeiningum hér að neðan).

Nýskráning í efnisvakaLeiðbeiningar

Nýr notandi smellir á „Nýskráning“. Upp kemur form þar sem netfang er skráð og lykilorð valið, að því loknu er smellt á „Vista“. Í kjölfarið berst tölvupóstur á skráð netfang, í honum er vefslóð sem þarf að smella á en með því er í aðgangurinn virkjaður. (Þessi virkni er ekki hjá öllum ráðuneytum, í sumum tilfellum berst ekki tölvupóstur og því ekki þörf á að virkja aðgang.)

Með netfanginu og lykilorðinu er hægt að skrá sig inn og velja áskriftarflokk(a).

Innskráning í efnisvakaÁskrifendur geta ávallt skráð sig inn og breytt áskrift sinni. Til að hætta áskrift þarf að skrá sig inn og fjarlæga val á áskrift.

Týnist lykilorð er smellt á hnappinn „Týnt lykilorð“. Upp kemur form þar sem netfangið er skráð, notandi smellir á „Senda“ og lykilorðið berst strax í tölvupósti á viðkomandi netfang.

Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá með því að senda tölvupóst á vefstjóra.

Mörg ráðuneytanna eru með sérstaka póstlista fyrir útsendingar á fréttatilkynningum til fjölmiðla. Þeir sem óska eftir að vera á slíkum lista senda beiðni um það á netfang viðkomandi ráðuneytis. 

RSS

Hér að neðan er yfirlit yfir fréttaveitur ráðuneytanna sem aðgengilegar eru í gegnum RSS streymi.

Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að vera áskrifendur að öðrum flokkum geta haft samband við vefstjóra.

Hvað er RSS?

RSS veita er skjal sem byggir upp nokkurskonar efnisyfirlit vefjar og auðveldar þannig notendum að fylgjast með nýju efni. Notendur geta safnað í RSS-lesara, mörgum efnisyfirlitum og fylgst með nýju efni á fjölda vefja í einu. Nýtt efni birtist efst í lesaranum. Margskonar RSS lesarar eru í boði og er líklegt að flestir tölvunotendur séu þegar með slíkt forrit uppsett í tölvum sínum þar sem þeir eru innbyggðir í flesta vafra.