Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

26.5.2017 Velferðarráðuneytið Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum í eigu sveitarfélaganna

Varasjóður húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins hefur birt niðurstöður árlegrar könnunar sinnar á leiguíbúðum sveitarfélaganna árið 2016. Sveitarfélögin í landinu eiga samtals 5.089 íbúðir og hefur þeim fjölgað um 1,9% frá árinu 2015.

26.5.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um skráningu staðfanga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um skráningu staðfanga, þ.e. upplýsinga er varða staðsetningu lóða, mannvirkja, örnefna og fleira. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin sem skulu berast í síðasta lagi 9. júní næstkomandi á netfangið postur@srn.is.

26.5.2017 Forsætisráðuneyti Framlag Íslands mikils metið

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði í dag með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í tengslum við fund leiðtoga bandalagsins sem fram fór í Brussel.  Á fundinum var rætt um þróun öryggismála, aukinn varnarviðbúnað og framlög til öryggis- og varnarmála. 

25.5.2017 Forsætisráðuneyti Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funda í Brussel

Þróun öryggismála, efling sameiginlegra varna og baráttan gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. 

25.5.2017 Utanríkisráðuneyti Aukin skilvirkni og aðrar innri aðgerðir ekki síður mikilvæg en aukning hlutafjár

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í gær þátt í árlegum samráðsfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum með Jim Young Kim forseta bankans.

24.5.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Brussel 25. maí.  

24.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Efld vöktun á ástandi Mývatns

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn og fleiri þáttum nú í sumar.

24.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað formann og varaformann Þingvallanefndar úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið til setu í nefndinni.

24.5.2017 Innanríkisráðuneytið Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Hauk Guðmundsson héraðsdómslögmann ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi. Embættið var auglýst 10. apríl og voru umsækjendur 12 en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og var Haukur á meðal umsækjenda sem metnir voru hæfir.

24.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ráðherra skipar starfshóp um úrbætur í þrífösun rafmagns

Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, hefur skipað starfshóp til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli, með áherslu á þrífösun rafmagns. Uppfært dreifikerfi bætir afhendingaröryggi raforku og eflir t.d. möguleika á að víðar verði mögulegt að hefja framleiðslu á raforku með smávirkjunum. Styrking dreifikerfis mun einnig styðja við frekari áform um orkuskipti og rafvæðingu samgangna.

24.5.2017 Velferðarráðuneytið Áskorun um móttöku flóttafólks

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók í dag á móti áskorun frá stjórn ungliðahreyfingar Amnesty International og starsfólki Íslandsdeildar samtakanna með undirskriftum um 5.400 manns sem hvetja stjórnvöld til að efla móttöku flóttafólks.

24.5.2017 Utanríkisráðuneyti Norræn samvinna fer vaxandi á flestum sviðum

Evrópumál og Brexit, öryggismál og norræn samvinna voru á meðal dagskrárefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló, sem lauk fyrr í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn.

24.5.2017 Velferðarráðuneytið Tedros Adhanom Ghebreyesus kjörinn framkvæmdastjóri WHO

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, var í gær kjörinn framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Ghebreyesus tekur við embættinu af Margaret Chan frá Hong Kong sem hefur leitt stofnunina frá ársbyrjun 2007.

24.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið júlí - desember 2017

15. maí rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2017. Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

23.5.2017 Velferðarráðuneytið Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega í kjölfar lagabreytinga

Miklar breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi um áramótin með einföldun bótakerfisins, sameiningu bótaflokka o.fl. hafa bætt kjör aldraðra. Sérstök hækkun bóta til aldraðra og öryrkja hefur tryggt báðum hópum hærri ráðstöfunartekjur en þeir höfðu fyrir gildistöku laganna.

23.5.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra sendir samúðarkveðju vegna árásarinnar í Manchester

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur í dag fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands vottað fórnarlömbum og aðstandendum árásarinnar í Manchester samúð sína. 

23.5.2017 Velferðarráðuneytið Skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum

Fjallað er um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum og umsýslu með þessum málaflokki í nýrri skýrslu sem danska greiningarfyrirtækið KORA tók saman fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf þjóðanna í lyfjamálum.

23.5.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Málefni Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málefni Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað hafa verið til athugunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti um nokkurt skeið.

23.5.2017 Utanríkisráðuneyti Allir þurfa að leggjast á árarnar og ræða jafnrétti

Rakarastofuráðstefna um jafnrétti og kynbundið ofbeldi stendur yfir í Norræna húsinu í dag og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu að að jafnrétti væri allra hagur.

23.5.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ráðstefna um vágestina veggjatítlur og myglusvepp

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Háskóla Íslands, Mannvirkjastofnun, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðlagatryggingu Íslands, boða til ráðstefnu um veggjatítlur og myglusvepp. Þar verður m.a. fjallað um hlutverk opinberra aðila vegna tjóna á fasteignum sem hljótast af þessum vágestum.

22.5.2017 Innanríkisráðuneytið Dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt skilar umsögn

Dómnefnd um umsækjendur um embætti 15 dómara við Landsrétt hefur skilað dómsmálaráðherra umsögn sinni. Embættin voru auglýst laus til umsóknar 10. febrúar síðastliðinn með umsóknarfresti til 28. febrúar. Alls sóttu 37 um embættin en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

22.5.2017 Utanríkisráðuneyti Ræddu samskipti Íslands og Kína

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Zhao Hongzhu, stjórnarmanni í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, sem staddur er hér á landi.

22.5.2017 Forsætisráðuneyti Fundargerð 2. fundar Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom saman til annars fundar 6. apríl sl. en hlutverk ráðsins er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni.

22.5.2017 Utanríkisráðuneyti Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn

Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn í dag. Ráðinu er ætlað að framfylgja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland eins og hún er á hverjum tíma, að stefnan sé endurskoðuð reglulega og að viðeigandi samráð stjórnsýsluaðila innbyrðis og við Alþingi eigi sér farveg og fari reglulega fram.

22.5.2017 Forsætisráðuneyti Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn

Þjóðaröryggisráð kom saman í fyrsta sinn í dag en lög um þjóðaröryggisráð voru samþykkt á þingi í september á síðasta ári.

22.5.2017 Innanríkisráðuneytið Samantekt um frumbrot vegna peningaþvættis

Peningaþvættisskrifstofa Héraðssaksóknara hefur birt á vef sínum samantekt um frumbrot í tengslum við peningaþvætti. Í samantektinni er m.a. bent á að öll refsiverð brot samkvæmt íslenskum lögum geta verið frumbrot af þessu tagi, t.d. fjársvik og fjárdráttur, fíkniefnabrot, skattalagabrot og spillingarbrot, þar á meðal erlend og innlend mútubrot.

22.5.2017 Innanríkisráðuneytið Jón Gunnarsson ávarpaði x. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp við setningu x. landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri í lok síðustu viku. Bar hann þingfulltrúum kveðjur ríkisstjórnarinnar og ræddi meðal annars um mikilvægi viðbragðsaðila í þjóðfélaginu.

19.5.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingu á reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála til umsagnar

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@srn.is til 25. maí næstkomandi.

19.5.2017 Utanríkisráðuneyti Aðildarríki Evrópuráðsins beiti sér fyrir vernd mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis

Utanríkisráðherrafundur Evrópuráðsins var haldinn á Kýpur í dag, þar sem rædd voru m.a. popúlismi og baráttan gegn hryðjuverkum, málefni flóttamanna og stofnanakerfi mannréttindasáttmálans og framtíðarþróun Mannréttindadómstólsins. 

19.5.2017 Velferðarráðuneytið Ný stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Formaður stjórnar er Guðrún Alda Harðardóttir.

19.5.2017 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

Heilbrigðisráðherra tók í gær þátt í formlegri opnun Blóðskimunarseturs, miðstöðvar rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar. Rannsóknin miðar að því að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis til að bæta líf þeirra sem greinast og leita jafnframt lækninga við sjúkómnum.

19.5.2017 Velferðarráðuneytið „Missum ekki sjónar á aðstæðum þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði“

Félags- og jafnréttismálaráðherra leggur mikla áherslu á verkefni og aðgerðir sem gera sem flestum kleift að vera þátttakendur á vinnumarkaði, með eða án stuðnings. Um þetta fjallaði hann meðal annars á ársfundi Vinnumálastofnunar sem haldinn var í gær.

19.5.2017 Innanríkisráðuneytið Samningur OECD gegn erlendum mútubrotum kynntur atvinnulífi og fagfélögum

Dómsmálaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa í sameiningu vakið athygli samtaka í atvinnulífinu og fagfélaga á Samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Ísland er aðili að þessum samningi og ber að bregðast við tilmælum Vinnuhóps OECD um erlend mútubrot sem sér um að fylgja eftir innleiðingu samningsins gagnvart aðildarríkjum.

18.5.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt

Kynjuð fjárlagagerð hefur sannað gildi sitt sem mikilvægt tæki til að vinna að jafnrétti kynjanna. Þetta kom fram í máli Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra á stofnfundi sérfræðihóps aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um kynjaða fjárlagagerð, sem hófst í Reykjavík í dag.  Að frumkvæði OECD var ákveðið að stofnfundurinn yrði haldinn á Íslandi vegna stöðu landsins sem leiðandi ríkis í jafnréttismálum. Þá mun Ísland gegna leiðandi hlutverki í sérfræðihópnum.

18.5.2017 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra ræðir fríverslun og Brexit í Færeyjum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í gær með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja og Högna Hoydal sjávarútvegsráðherra í Þórshöfn en ráðherra tekur nú þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til Færeyja

18.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Til umsagnar: Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

17.5.2017 Velferðarráðuneytið Sérfræðingar aðildarríkja OECD funda um jafnréttismál í Reykjavík

Kynjasamþætting við alla stefnumótun og umbótastarf á sviði stjórnsýslu jafnréttismála er til umfjöllunar á fundi OECD og fjögurra hérlendra ráðuneyta um jafnréttismál í Reykjavík dagana 17.–19. maí. Samhliða er haldinn stofnfundur sérfræðihóps um kynjaða fjárlaga- og hagstjórnargerð.

17.5.2017 Velferðarráðuneytið Ákvörðun um orlofs- og desemberuppbót til lífeyrisþega

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur undirritað reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2017. Óskert orlofsuppbót örorkulífeyrisþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og desemberuppbótin 53.123 kr. Sambærilegar uppbætur til ellilífeyrisþega verða óskertar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í desember.

17.5.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna

Árlegur samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra og stjórnar Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) var haldinn þann 16. maí síðastliðinn.

16.5.2017 Utanríkisráðuneyti Brexit rætt á fundi EES-ráðsins

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sat í dag fund EES-ráðsins í Brussel. Í tengslum við ráðsfundinn áttu ráðherrar EFTA-ríkjanna í EES, fund með Michel Barnier, aðalsamningamanni Evrópusambandsins.

16.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Þorgerður Katrín flytur skrifstofuna á Suðurland í næstu viku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurland dagana 22. 23. og 24. maí næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmenn ráðherra. 

15.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Átaki gegn plastburðarpokum hleypt af stokkum

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti í dag af stokkunum átaki Pokasjóðs „Tökum upp fjölnota“ sem miðar að því að draga úr notkun plastburðapoka á Íslandi ásamt fulltrúum aðildarverslana sjóðsins. Af því tilefni var klippt á borða úr plastpokum sem hefði náð frá Reykjavík til Selfoss ef hann hefði verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem landsmenn nota á einum degi.

15.5.2017 Utanríkisráðuneyti Vegna útgáfu vegabréfa

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á tilkynningu Þjóðskrár Íslands um verklag við útgáfu vegabréfa vegna ófyrirsjáanlegra seinkana á sendingu vegabréfabóka til landsins.

15.5.2017 Velferðarráðuneytið Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði til að setja fram tillögur um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi hefur skilað heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum sínum. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar á ráðstefnu um sýklalyfjaónæmi sem haldin er í dag.

15.5.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Ísland og EFSA leggjast á eitt gegn sýklalyfjaónæmi

Í gær tók Matvælastofnun á móti sendinefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), með Dr. Bernhard Url forstjóra í broddi fylkingar. Tilefni heimsóknar EFSA til Íslands er að ræða sameiginlegar áherslur á sviði matvælaöryggis, lýð- og dýraheilsu og stuðla að samstarfi með íslenskum yfirvöldum og vísindasamfélagi. Helsta umfjöllunarefni heimsóknarinnar er vaxandi þol baktería gegn sýklalyfjum, ein helsta ógn sem steðjar að lýð- og dýraheilsu í dag.

12.5.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.

12.5.2017 Innanríkisráðuneytið Forstöðumannafundur með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Haldinn var í dag forstöðumannafundur dómsmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með ráðherrunum. Er þetta fyrsti forstöðumannafundurinn eftir uppskiptingu innanríkisráðuuneytisins og ákveðið að hafa hann sameiginlegan.

12.5.2017 Innanríkisráðuneytið Forstöðumannafundur með dómsmálaráðherra

Haldinn var í dag forstöðumannafundur dómsmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með ráðherrunum. Er þetta fyrsti forstöðumannafundurinn eftir uppskiptingu innanríkisráðuuneytisins og ákveðið að hafa hann sameiginlegan.

12.5.2017 Velferðarráðuneytið Sálfræðiþjónusta fyrir fyrrverandi vistmenn Kópavogshælis

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjár milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að bjóða fyrrum vistmönnum Kópavogshælis og aðstandendum þeirra sálfræðiþjónustu og stuðning. Áætlað er að um 50 einstaklingar muni þiggja slíka þjónustu.

12.5.2017 Innanríkisráðuneytið Samráð hjá ESB um notkun fjarskiptatækni við stjórn umferðar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir opnu samráði um þróun tilskipunar um skynvædd samgöngukerfi. Snúast slík kerfi um að beita upplýsinga- og fjarskiptatækni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga um umferð og umferðarstýringu. Samráðið stendur til 28. júlí 2017.