Hoppa yfir valmynd
10. september 2014 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2014-2015

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 144. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvort ætlunin er að leggja mál fram að hausti eða vori. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp fyrirhugaðar tillögur til þingsályktana og helstu skýrslur sem ætlunin er að leggja fram. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi. 

Þingmálaskrá á PDF-sniði

Forsætisráðherra

  1. Frumvarp til laga um sérstök verndarsvæði í byggð 
    Frumvarpinu er ætlað að ná fram markmiðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um vernd sögulegrar byggðar. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands 
    Með frumvarpinu er stefnt að auknum sveigjanleika í skipulagi Stjórnarráðs Íslands. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta 
    Í frumvarpinu verður lagt til að starfstími óbyggðanefndar verði framlengdur og að leyfisveitingarvald vegna náttúrumyndana verði fært frá sveitarfélögum til ríkis. (Vor) 
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1944, um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið 
    Notkun fánans á vörumerki og umbúðir. (Vor)
  5. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2013 
    Árleg skýrsla. (Haust)
  6. Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna
    Árleg skýrsla. (Vor)
  7. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga 
    Samkvæmt 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga skal ráðherra reglulega gefa Alþingi skýrslu um framkvæmd laganna, þar á meðal um hvað áunnist hafi varðandi aukið aðgengi almennings að upplýsingum. (Vor)

Dómsmálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála (framlenging á frestun á embætti héraðssaksóknara) 
    Með frumvarpinu er lagt til að frestað verði fram til 1. janúar 2016 ákvæðum laga um meðferð sakamála sem kveða á um að embætti héraðssaksóknara verði sett á fót. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar (norræn og evrópsk handtökuskipun) 
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna samnings Íslands við Evrópusambandið um framsal sakamanna þar sem gert er ráð fyrir að fyrirkomulag framsalsmála verði einfaldað. Innleiðing. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings netöryggissveitar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 
    Tilgangur frumvarpsins er að stuðla að auknu net- og upplýsingaöryggi með því að færa starfsemi netöryggissveitar frá Póst- og fjarskiptastofnun til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og víkka út starfssvið hennar. Lagt verður til að hlutverk sveitarinnar nái ekki eingöngu til afmarkaðs netumdæmis og þjónustuhóps eins og nú er heldur starfi sveitin m.t.t. hvers kyns netógna og verði CERT GOV sveit. Samhliða færslu sveitarinnar til almannavarnadeildar verður gerð tillaga um að fella viðbrögð við ógnum vegna mikilvægra samfélagsinnviða inn í markmiðsgrein almannavarnalaga. Jafnframt verður kveðið skýrar á um skyldur forstöðumanna til þess að gera viðbragðsáætlanir og viðhafa fyrirbyggjandi ráðstafanir til þess að tryggja að markmið laga þessara náist. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 16/2000, um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi. 
    Um er að ræða breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi til innleiðingar á þremur Schengen-gerðum, sbr. 8. gr. samnings um þátttöku Íslands í Schengen. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, lögum nr. 90/1989, um aðför, lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., og lögum nr. 15/1998, um dómstóla (einföldun réttarfars) 
    Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á réttarfarslögum til að einfalda og hraða meðferð dómsmála. Frumvarpið byggist meðal annars á tillögum starfshóps dómstólanna um hvernig auka mætti skilvirkni dómstólanna við meðferð mála. Frumvarpið hefur verið unnið hjá réttarfarsnefnd í samvinnu við fulltrúa dómstóla og lögmanna. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála 
    Með frumvarpinu er lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um breytingu lögum nr. 15/1998, um dómstóla, lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála (millidómstig) 
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði á fót nýtt dómstig, millidómstig, bæði fyrir einkamál og sakamál og starfsemi Hæstaréttar verði í einni deild. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum varðandi rannsókn og saksókn efnahagsbrota (lög um embætti sérstaks saksóknara og lög um meðferð sakamála) 
    Frumvarpið felur í sér tillögur um framtíðarskipan ákæruvaldsins á Íslandi, þar á meðal fyrirkomulag rannsókna efnahagsbrota. Áætlað er að réttarfarsnefnd muni semja drög að frumvarpinu. (Vor)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996 (menntun lögreglumanna) 
    Með frumvarpinu verður kveðið á um nýtt fyrirkomulag menntunar lögreglu, eftir atvikum flutning Lögregluskólans til ríkislögreglustjóra, meiri samvinnu við almennt menntakerfi og fleiri öryggisstéttir. Sveigjanleiki verði í menntun lögreglumanna miðað við þarfir samfélagsins. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við nýsamþykktar breytingar á lögreglulögum skal ráðherra í samráði við hlutaðeigandi aðila setja á laggirnar starfshóp til að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla ríkisins og gera tillögu að framtíðarskipan lögreglumenntunar þannig að tryggt sé að menntun lögreglumanna svari ávallt kröfum samtímans um almannaöryggi og sé sambærileg stöðu menntunarmála lögreglunnar í Evrópu, einkum annars staðar á Norðurlöndum. (Vor)

Félags- og húsnæðismálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum 
    Lagðar eru til nauðsynlegar breytingar á lögunum um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum til að tryggja innleiðingu á tilskipun 2009/38/EB um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. Fyrrgreind tilskipun er endurútgáfa á tilskipun 94/45/EBE um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, með síðari breytingum. Endurflutt. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga, og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins 
    Innleiðing reglugerðar (ESB) nr. 492/2011 um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Endurflutt. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa (gjaldþrot vinnuveitanda) 
    Innleiðing á tilskipun Evrópuþingisins og ráðsins 2008/94/EB, um vernd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota. Endurflutt. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2010, um umboðsmann skuldara (upplýsingagjöf, dagsektir) 
    Markmið frumvarpsins er að gera umboðsmanni skuldara kleift að sinna verkefnum sem grundvallast á upplýsingagjöf frá stjórnvöldum, fyrirtækjum eða samtökum með skilvirkari hætti. Lagt er til að heimilt verði að leggja á dagsektir ef upplýsingaskylda er ekki uppfyllt. Endurflutt. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar 
    Lagðar eru til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna, m.a. varðandi markmið, orðskýringar, gildissvið og tryggingavernd. Þá eru lagðar til breytingar varðandi yfirstjórn Tryggingastofnunar ríkisins, rekstur hennar og hlutverk, auk breytinga á almennum ákvæðum laganna. Einnig er lagt til að IV. kafli laganna, sem fjallar um slysatryggingar, falli brott, en gert er ráð fyrir að sett verði sérlög um slysatryggingar. Frumvarpið er liður í heildarendurskoðun almannatrygginga­löggjafarinnar, en unnið er að frekari breytingum í nefnd á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála 
    Í frumvarpinu er lagt til að sjö úrskurðarnefndir á sviði velferðarmála verði sameinaðar í eina nefnd, úrskurðarnefnd velferðarmála, og að hluti nefndarmanna verði í fullu starfi. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um sameiningu þjónustustofnana fyrir fatlaða 
    Frumvarpinu er ætlað að sameina þrjár stofnanir á vegum velferðarráðuneytisins sem allar sinna þjónustu við fatlað fólk, þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda og Heyrnar- og talmeinastöð auk Tölvumiðstöðvar fatlaðra, sem rekin er sem sérstakt verkefni með styrk frá hinu opinbera. Sameiningin er í samræmi við niðurstöður í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis 2013 um stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni. Að tillögu Ríkisendurskoðunar var gerð fýsileikakönnun á sameiningu stofnana og í kjölfarið skýrsla um verkefnið. Skýrslan og frumvarpið voru unnin í nánu samstarfi við viðkomandi stofnanir og hagsmunaaðila. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga (fjárhagsaðstoð, makatenging og virkniúrræði) 
    Frumvarpinu er ætlað að breyta fyrirkomulagi fjárhagsaðstoðar þannig að sveitarfélögum verði heimilað að setja skilyrði um virka atvinnuleit og þátttöku í virkniúrræðum þegar ákvörðuð er fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem teljast vinnufærir. Þá verður ráðherra falið að gefa út leiðbeinandi viðmiðunarfjárhæðir fjárhagsaðstoðar. Hluti frumvarpsins er endurfluttur en hann byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga í atvinnumálum. (Haust)
  9. Frumvarp til laga um jafna meðferð karla og kvenna er varðar aðgang og afhendingu á vörum og þjónustu 
    Innleiðing tilskipunar 2004/113/EB um bann við mismunun á grundvelli kyns er varðar aðgang að eða afhendingu á vöru eða þjónustu. Gildir ekki á sviði einka- eða fjölskyldulífs né á vinnumarkaðnum.
    (Haust)
  10. Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði 
    Frumvarpið kveður á um bann við mismunun einstaklinga á vinnumarkaði. Ákvæði frumvarpsins taka mið af tilskipun 2000/78/EB um jafna meðferð á vinnumarkaði og hluta tilskipunar 2000/43/EB um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna, sem varðar vinnumarkaðinn. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna 
    Frumvarpið kveður á um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins nema á vinnumarkaði, svo sem félagslega vernd, menntun og aðgengi að vörum og þjónustu. Ákvæði frumvarpsins taka mið af þeim hluta tilskipunar 2000/43/EB sem varðar ekki vinnumarkaðinn. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
    Lagðar verða til breytingar er varða aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum og vinnutíma starfsmanna í notendastýrðri persónulegri aðstoð. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um húsnæðisbætur 
    Frumvarpið kveður á um breytt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings hins opinbera þar sem umfang stuðningsins taki mið af fjölda á heimili og miðist við efnahag heimilismanna óháð búsetuformi, fjölskyldumynstri eða fjölda barna eins og nú er. Frumvarpið byggir á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Sérstakur sérfræðingahópur um breytingar á umhverfi vaxtabóta og húsaleigubóta til að sameina bæturnar í eitt húsnæðisbótakerfi starfaði samhliða verkefnisstjórninni. (Haust)
  14. Frumvarp til laga um húsnæðismál 
    Í frumvarpi þessu er fjallað um endurskipulagningu húsnæðismála hvað varðar mótun húsnæðisstefnu, félagslegt hlutverk stjórnvalda og húsnæðislán almennt. Frumvarpið byggir á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. (Haust)
  15. Frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufélög 
    Frumvarpinu er ætlað að efla lagaumgjörð húsnæðissamvinnufélaga þannig að þau styðji betur við nýtt framtíðarskipulag húsnæðismála. Frumvarpið byggir á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. (Vor)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 
    Frumvarpinu er ætlað að endurskoða húsaleigulög með það að markmiði að treysta umgjörð leigumarkaðar og efla úrræði leigusala og leigutaka. Frumvarpið byggir á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. (Vor)
  17. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 
    Samkvæmt 7. gr. laga nr. 116/2012, um málefni innflytjenda, skal ráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára í senn. Framkvæmdaáætlunin var unnin í fjórum vinnuhópum á vegum innflytjendaráðs og fjallaði hver þeirra um eftirtaldar stoðir áætlunarinnar: Samfélagsstoð, fjölskyldustoð, menntastoð og atvinnumálastoð. Hver vinnuhópur hafði samráð við viðeigandi sérfræðinga eftir því sem þarfir og efni stóðu til. (Haust)
  18. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 
    Samkvæmt 11. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber ráðherra að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum einstakra ráðuneyta, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráðs. (Haust)
  19. Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu 
    Í tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2020 er lögð áhersla á börn og barnafjölskyldur. Byggt er á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fjölskylduvænt samfélag og alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins á sviði fjölskyldu- og mannréttinda. (Vor)

Fjármála- og efnahagsráðherra

  1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 
    (Haust)
  2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2014
    (Haust)
  3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2013
    (Haust)
  4. Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 (ýmsar breytingar) (bandormur)
    Frumvarpið felur í sér breytingar sem nauðsynlegar eru vegna samþykktar fjárlaga. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og lögum nr. 97/1987, um vörugjöld (kerfisbreyting) (bandormur)
    Frumvarpið felur í sér tillögur um að minnka bilið milli skattþrepa í virðisaukaskatti í áföngum og fækka undanþágum. Auk þess verður lagt til að almenn vörugjöld verði afnumin í áföngum. Frumvarpið verður samið að höfðu samráði við hagsmunaaðila og stofnanir ráðuneytisins. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt (bandormur)
    Frumvarpið felur í sér breytingar til samræmingar og einföldunar. Frumvarpið verður samið að höfðu samráði við hagsmunaaðila og stofnanir ráðuneytisins. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa)
    Frumvarpið felur í sér skattafslátt til einstaklinga sem leggja litlum óskráðum fyrirtækjum í vexti til hlutafé. Um er að ræða ríkisstyrkjakerfi sem tilkynna ber og fá samþykkt fyrir frá Eftirlitsstofnun EFTA áður en lög um það taka gildi. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki
    Í frumvarpinu verða lagðar fram tillögur að framlengingu styrkjakerfis um fimm ár (2016-2020). Um er að ræða ríkisstyrkjakerfi sem hugsanlega þarf að tilkynna og fá samþykkt fyrir frá Eftirlitsstofnun EFTA áður en lög um það taka gildi. (Haust)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, og lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
    Frumvarpið felur í sér breytingar til að bæta úr fáeinum vanköntum sem komið hafa upp við framkvæmd laganna og verður samið í samráði við tollstjóra. (Haust)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, tollalögum, nr. 88/2005, o.fl. (bandormur)
    Stefnt er að því að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um yfirskattanefnd sem varða framkvæmd. Einnig mun það fela í sér endurskoðað fyrirkomulag á kæruleiðum vegna tollamála. Frumvarpið er liður í endurskoðun á stjórnsýslu skattamála. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um opinber fjármál.
    Um er að ræða heildarlög um opinber fjármál, þar sem lagðar eru til breytingar er varða stefnumótun um fjármál ríkis og sveitarfélaga, reglur um undirbúning og framkvæmd fjárlaga, ásamt því að reglur um reikningshald eru færðar nær því sem þekkist erlendis. Frumvarpið hefur verið unnið í samráði við fulltrúa hagsmunaaðila, stofnana og Alþingis og var að auki sett í opið umsagnarferli. Frumvarpið var lagt fram til kynningar síðastliðið vor. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um brottfall laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, og breytingu á lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum
    Gert er ráð fyrir að sérstök lög verði lögð fram sem fella skulu brott lögin um Bankasýslu ríkisins og einnig gerðar breytingar á síðarnefndu lögunum (bandormur). Frumvarpið verður unnið í samráði við Bankasýslu ríkisins. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda og fasteignir ríkisins
    Með frumvarpinu verður lögð til ný skipan fasteigna- og framkvæmdamála ríkisins. Nefndarvinna fer fram í ráðuneytinu í samvinnu við aðila frá fasteigna- og framkvæmdastofnunum ráðuneytisins. (Vor)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð, og fleiri lögum
    Með frumvarpinu verða lagðar til nokkrar breytingar á lögum um kjararáð þar á meðal breyting á ákvörðun launa og starfskjara forstöðumanna hlutafélaga og annars konar félaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins, að skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu verði ekki lengur taldir upp í 1. gr. laganna, greiðslu kostnaðar við kjararáð og greiðslu þóknunar til kjararáðsmanna, auk þess sem ráðinu verði heimilað að ráða sér skrifstofustjóra. Einnig eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um Landsvirkjun þess efnis að færa ákvörðun um laun og starfskjör aftur til stjórna, og lögum um hlutafélög til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á lögum um kjararáð. (Haust)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands
    Eiginfjárviðmið og arðgreiðslur. Frumvarpið var lagt fram á vorþingi en náði ekki fram að ganga. (Haust)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands
    Nefnd hefur verið sett á fót sem hefur fengið það verkefni að ráðast í heildarendurskoðun á lögunum um Seðlabanka Íslands. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum á haustönn 2014. (Haust)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á viðurlagaákvæðum laganna. Frumvarpið verður samið af nefnd undir forystu ráðuneytisins sem í eiga sæti fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu, ríkissaksóknara og innanríkisráðuneyti. (Haust)
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
    Fjárfestingarheimildir. (Haust)
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
    Í frumvarpinu verða lagðar til breytingar á 39. gr. laganna um vikmörk eigna og skuldbindinga. (Haust)
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
    Lagðar verða til breytingar á ákvæðum laganna er lúta að ársreikningum. Frumvarpið verður unnið í samráði við Fjármálaeftirlitið. (Vor)
  21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga
    Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem eiga að endurspegla niðurstöður viðræðna opinberra launagreiðenda og opinberra starfsmanna um breytingar á fyrirkomulagi lífeyrismála. (Vor)
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu
    Starfshópi var falið árið 2013 að meta hvort endurskoða bæri lögin um vexti og verðtryggingu, sérstaklega ákvæði laganna um bann við gengistryggingu, sbr. álit ESA um það atriði. Vinnan skyldi taka mið af skýrslu Seðlabanka Íslands til efnahags- og viðskiptaráðherra frá ágúst 2012, „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft“. Starfshópur skilaði skýrslu og drögum að frumvarpi á vordögum. (Haust)
  23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, o.fl.
    Bann við lengri verðtryggðum lánum. Skipaður verður starfshópur á haustönn til að móta tillögur. (Vor)
  24. Frumvarp til laga um ríkisaðstoð
    Fyrir dyrum stendur að taka upp í EES-samninginn og samninginn um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstól ákvæði um breytingar á valdheimildum ESA þegar kemur að eftirliti með ríkisaðstoð. Samhljóða breytingar tóku gildi innan ESB í ágúst 2013, að því er varðar valdheimildir framkvæmdastjórnar ESB. Með frumvarpinu verða lögð til ákvæði um heimildir ESA vegna slíks eftirlits, m.a. um sektir og samstarf við innlenda dómstóla. Um er að ræða ákvæði sambærileg þeim sem nú er að finna í 24., 27. og 28. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, og eiga við um almennt samkeppniseftirlit ESA. Jafnframt er gert ráð fyrir að með frumvarpinu verði lagt til að ákvæði sem nú er að finna í samkeppnislögum, um afturköllun ríkisaðstoðar, verði færð yfir í lög um ríkisaðstoð. Hliðsjón verður höfð af norskum lögum um sama efni. Frumvarpið verður samið að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna þeirra ákvæða sem lagt verður til að muni falla á brott úr samkeppnislögum. (Vor)
  25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (CRD IV/CRR)
    Í lok árs 2012 var skipaður starfshópur til þess að vinna að lagabreytingum á grundvelli alþjóðlega Basel III staðalsins og CRD IV tilskipunar og CRR reglugerðar Evrópusambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirlit með þeim. Í starfshópnum eru fulltrúar helstu hagsmunaaðila. Um er að ræða viðamikið regluverk sem snýr að flestum grunnþáttum í starfsemi fjármálafyrirtækja og eftirliti með þeim. Flest ríki Evrópu hafa breytt lögum og reglum á grunni reglnanna. Frumvarpið var lagt fram á seinasta vorþingi sem miðaði að því að innleiða fyrsta hluta af Basel III/CRD IV. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Um var að ræða breytingar á reglum um starfsleyfi, stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja, virka eignarhluti, stjórn og starfsmenn, áhættuþætti og eigið fé. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram aftur fyrir haustþingi ásamt viðbótum sem varðar nýjar reglur um svonefnda „eiginfjárauka“ (e. Capital Buffers), reglur um „kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki“ (e. SIFI´s) o.fl. (Haust)
  26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (útibú)
    Frumvarpið felur í sér breytingar á reglum um starfsemi útibúa fjármálafyrirtækja. Hluti frumvarpsins varðar breytingar á lögum í samræmi við nýtt bankaregluverk Evrópusambandsins (CRD IV/CRR). Frumvarpið verður samið að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið og Samtök fjármálafyrirtækja. (Vor)
  27. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði vegna endurskoðunar á viðurlagaákvæðum á sviði fjármálamarkaðar o.fl. (bandormur)
    Í júní 2014 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra nefnd til þess að yfirfara refsiheimildir í löggjöf á fjármálamarkaði. Nefndin átti sérstaklega að meta heimildir til þess að refsa lögaðilum fyrir brot á lögunum, fjárhæðir sekta og stjórnvaldssekta, hvort ástæða væri til þess að taka upp ákvæði um uppljóstrun (e. whistleblowing) og hvort ástæða væri til þess að veita Fjármálaeftirlitinu og/eða Seðlabankanum heimild til þess að veltutengja fjárhæðir sekta. (Haust)
  28. Frumvarp til laga um veðlán
    Frumvarpið byggir á tilskipun 2014/17/EB um lán til neytenda sem tengjast íbúðarhúsnæði. Markmið frumvarpsins er að stuðla að samfelldum innri markað á þessu sviði ásamt því að tryggja hátt stig neytendaverndar. Skipuð hefur verið nefnd sem mun skila frumvarpsdrögum til ráðherra fyrir árslok 2014. Við vinnuna er, auk tilskipunarinnar, byggt á tillögum fjármálastöðugleikaráðs ESB um ábyrgar lánveitingar. Jafnframt er horft til þeirrar innlendu stefnumótunar sem komið hefur fram undanfarin ár, svo sem tillögur að nýju húsnæðiskerfi og um framtíðarskipan fjármálakerfisins. (Vor)
  29. Frumvarp til laga um afleiðuviðskipti og skortsölu
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tveimur reglugerðum ESB, annars vegar (ESB) nr. 648/2012 (EMIR) um afleiðuviðskipti og hins vegar (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lagt verður til að gerðirnar verði innleiddar með einu frumvarpi eða hvor í sínu lagi. Nefnd hefur verið skipuð sem mun skila frumvarpsdrögum til ráðherra fyrir árslok 2013. (Vor)
  30. Frumvarp til laga um fagfjárfestasjóði
    Frumvarpið byggir á tilskipun ESB um fagfjárfestasjóði 2011/61/ESB (e. Alternative Investment Fund Managers). Með tilskipuninni er í fyrsta sinn sett heildarumgjörð utan um rekstrarfélög fagfjárfestasjóða. Tilskipunin hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn en með hliðsjón af auknum umsvifum slíkra sjóða hér á landi og sökum þess að regluverki er ábótavant er það mat ráðuneytisins að setja þurfi sérstök heildarlög um starfsemi þeirra og jafnframt að fella brott kafla um fagfjárfestasjóði í núgildandi lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Frumvarpið verður samið að höfðu samráði við FME og SFF. (Vor)
  31. Frumvarp til laga um slita- og skilameðferð fjármálafyrirtækja
    Frumvarpið byggir á tilskipun ESB um skilameðferð fjármálafyrirtækis (e. BRRD). Auk þess að byggja á ákvæðum tilskipunarinnar verður farið gagngert yfir XII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyriræki (endurskipulagning fjárhags, slit og samruni fjármálafyrirtækja) og viðeigandi ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., með það að markmiði að sett verði sjálfstæð heildarlög um skilameðferð fyrirtækja á fjármálamarkaði til þess að tryggja að kostnaður af erfiðleikum eða hruni slíkra fyrirtækja lendi ekki á sameiginlegum sjóðum almennings. (Vor)
  32. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar
    Frumvarpið byggir á tilskipun ESB um innstæðutryggingakerfi (e. DGS) 2014/49/ESB sem leysir af hólmi tvær eldri tilskipanir, 1994/19/EB og 2009/14/EB. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja einsleitni bæði gagnvart lánastofnunum sem og innstæðueigendum. Er henni náð með sama regluverkinu á öllum innri markaðnum og er stefnt að því að unnt verði að leggja frumvarpið fram samhliða frumvarpi til laga um skilameðferð fjármálafyrirrtækis. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort samhliða verði unnið að endurskoðun á ákvæðum um tryggingakerfi fyrir fjárfesta (verðbréfaeigendur). (Vor)
  33. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi (heildarlög)
    Frumvarpið er til innleiðingar á annarri gjaldþolstilskipun ESB (Solvency II). Þrjár meginbreytingar eru settar fram í tilskipuninni sem eiga að miða að heilbrigðari og traustari rekstri vátryggingafyrirtækja, reglur um viðeigandi fjárhagsgrundvöll, stjórnarhætti, eftirlitsferli og opinbera upplýsingagjöf. Sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins leiða starf nefndar þeirrar sem vinnur við frumvarpið. Innleiðing tilskipunarinnar kallar á slíkar breytingar á gildandi lögum að lagt verður fram frumvarp til nýrra heildarlaga um vátryggingastarfsemi. (Vor)
  34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga
    Starfshópur sem skoðaði ákvæði danskra og norskra laga í því skyni að meta hvort auðvelda megi viðskiptamönnum vátryggingafélaga að segja upp vátryggingarsamningi (customer mobility) á samningstímanum skilaði skýrslu í ágúst 2014. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld samþykktu að gera slíka athugun vegna niðurstöðu ESA í rannsókn stofnunarinnar á mögulegri ríkisaðstoð í tengslum við endurreisn Sjóvár. Niðurstaða starfshópsins er sú að rétt sé að breyta ákvæðum um uppsagnir vátryggingarsamninga og verður frumvarp lagt fram sem byggt er á skýrslu starfshópsins. (Haust)
  35. Frumvarp til laga um úrskurðarnefndir
    Markmið frumvarpsins er að taka af allan vafa um stöðu úrskurðarnefnda á fjármálamarkaði og tryggja að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga gildi um mál fyrir nefndunum. (Vor)
  36. Frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar og brunatryggingar
    Nefnd er að störfum um endurskoðun á lagaumhverfi náttúruhamfaratrygginga. Í nefndinni sitja, auk fulltrúa ráðuneytisins, fulltrúar frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Fjármálaeftirlitinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Viðlagatryggingu Íslands og Húseigendafélaginu. Nefndinni er ætlað að fara yfir lagaumhverfi viðlagatryggingar/náttúruhamfaratryggingar og aðlaga það þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um vátryggingarsamninga og lögum um vátryggingastarfsemi. Starfið tengist einnig vinnu á vegum forsætisráðuneytisins um tjón sem ekki fást bætt úr tryggingakerfinu. (Haust)
  37. Frumvarp til laga um lánshæfismatsfyrirtæki (CRA I)
    Frumvarpið byggir á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja stöðugleika fjármálamarkaða og fjárfesta og í reglugerðinni eru reglur sem eiga að tryggja að öll lánshæfismöt sem gefin eru út af matsfyrirtækjum sem eru skráð innan Evrópusambandsins séu af sambærilegum gæðum og unnin af matsfyrirtækjum sem lúta ströngum reglum. (Haust)

Heilbrigðisráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu 
    Reglugerðarheimild vegna innleiðingar á tilskipun 2010/53/ESB um gæði og öryggi við líffæragjafir. Kröfur sem gerðar eru í tilskipuninni eru ekki meiri en íslensk heilbrigðisyfirvöld gera. Innleiðing. Endurflutt. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga
    Með frumvarpi þessu er lagt til að slysatryggingakafli laga um almannatryggingar verði felldur brott og ákvæði hans færð í sérstök lög um slysatryggingar almannatrygginga. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, og lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak
    Markmið þeirra breytinga, sem felast í frumvarpinu, er að draga úr tóbaksneyslu ungs fólks með því að setja skorður við að tóbaksvörum sé sérstaklega beint að ungu fólki, skerpa markmiðsákvæði tóbaksvarnalaga og koma í veg fyrir tóbaksneyslu í framhaldsskólum. Þá verður lagt til ákvæði um vöruval tóbaks, sambærilegt núgildandi ákvæði um vöruval áfengis, svo að hægt verði að framfylgja með virkum hætti áherslum stjórnvalda í tóbaksmálum. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (flóttamenn)
    Í frumvarpinu er lagt til að allir flóttamenn, sem stjórnvöld hafa veitt hæli, verði sjúkratryggðir frá þeim tíma sem einstaklingur fær stöðu flóttamanns. Tilgangur breytinganna er að samræma rétt flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda (kvótaflóttamanna) og flóttamanna sem fá stöðu flóttamanns eftir hælismeðferð til sjúkratrygginga. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (auglýsingar)
    Í frumvarpinu verður lagt til að bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi verði afnumið. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (lyfjagát)
    Breytingar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/84/ESB og reglugerðar (ESB) nr. 1235/2010 (lyfjagát). Hér er um að ræða samevrópskar reglur um eftirlit með aukaverkunum lyfja  og felur tilskipunin í sér veigamiklar breytingar. Innleiðing. (Vor)
  7. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni
    Með þingsályktun sem samþykkt var á 140. löggjafarþingi var velferðarráðherra falið að skipa starfshóp til að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu verður lögð áhersla á að tryggja hag og réttindi barnsins, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu verðandi foreldra. Lögð verður áhersla á traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur um framkvæmd og eftirlit með staðgöngumæðrun. (Vor)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (heilbrigðisþjónusta yfir landamæri)
    Breytingar á lögum um sjúkratryggingar vegna innleiðingar tilskipunar Evrópusambandsins 2011/24/ESB um rétt sjúklinga til að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Tilgangur tilskipunarinnar er einkum að greiða fyrir aðgengi að öruggri hágæða heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og stuðla að samvinnu aðildarríkja á sviði heilbrigðisþjónustu. Tilskipunin felur í sér lögfestingu á ýmsum réttindum sem hafa verið viðurkennd í dómum Evrópudómstólsins. (Vor)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar (eitt niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi)
    Í frumvarpinu verður lagt til að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan kostnað vegna heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Sett verði þak á þátttöku einstaklings í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans er fyrir heilbrigðisþjónustu. (Vor)
  10. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020
    Í þingsályktunartillögunni er leitast við að móta skýra framtíðarsýn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þar er m.a. gerð grein fyrir aðgerðum sem ætlað er að bæta almennt heilsufar þjóðarinnar og tryggja að íbúar landsins búi við sem jafnastan kost í heilsufarslegum efnum. Tillagan er byggð á tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á 141. þingi, en ekki afgreidd. Við undirbúning hennar var haft náið samráð við fjölmarga hagsmunaaðila og notendur þjónustunnar. Tillagan hefur nú verið endurskoðuð með tilliti til stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum. (Haust)
  11. Tillaga til þingsályktunar um geðheilbrigðisstefnu.
    Með þingsályktun sem samþykkt var á 143. löggjafarþingi Alþingi var heilbrigðisráðherra falið að móta geðheilbrigðisstefnu og gera aðgerðaáætlun til fjögurra ára og leggja fram á vorþingi 2015. (Vor)
  12. Skýrsla heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.
    Á 143. löggjafarþingi var samþykkt þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Heilbrigðisráðherra var falið að skipa starfshóp til að vinna að mótun stefnunnar og skyldi hann upplýsa Alþingi um framgang verkefnisins á haustþingi 2014 og skila skýrslu til Alþingis um niðurstöðu starfshópsins um heildstæða stefnu fyrir 1. maí 2015. (Vor)
  13. Skýrsla heilbrigðisráðherra um leiðir til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum 
    Í nefndaráliti velferðarnefndar, sem samþykkt var á 143. löggjafarþingi, var frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 16/1991, um brottnám líffæra, (ætlað samþykki) vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Fram kom að markmið vinnunnar skyldi vera að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum. Heilbrigðisráðherra var falið að skila skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram kæmu niðurstöður þeirrar vinnu sem lögð var til í nefndarálitinu og tillögur um framhald málsins. (Vor)

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku
    Innleiðingarmál sem felur í sér víðara gildissvið laganna. Einnig tilfærsla á eftirliti til Mannvirkjastofnunar. Endurflutt. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (jöfnunargjald)
    Upptaka jöfnunargjalds á raforku sem fer um dreifiveitur, til að fjármagna jöfnun kostnaðar í þéttbýli og dreifbýli. Endurflutt. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun (niðurlagning orkuráðs)
    Niðurlagning orkuráðs til samræmis við tillögur skýrslu. Endurflutt. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi
    Ný heildarlöggjöf um rammann fyrir veitingu ívilnana til nýfjárfestingarverkefna. Krefst formlegrar tilkynningar til ESA. Endurflutt. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o. fl.
    Innleiðingarmál sem felur í sér víðara gildissvið laganna. Einnig tilfærsla á eftirliti til Mannvirkjarstofnunar. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi
    Frumvarpið kveður á um heimild ráðherra til að stofna ríkisolíufélag til að gæta íslenskra hagsmuna komi til þess að íslenska ríkið verði hluthafi í leyfum. Frumvarpið var lagt fram til kynningar á vorþingi. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (kerfisáætlun og innleiðing)
    Í frumvarpinu er kveðið nánar á um kerfisáætlun flutningsfyrirtækisins Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku og hvernig staðið er að undirbúningi framkvæmda. Frumvarpsdrög hafa verið birt á vef ráðuneytisins. Frumvarpið verður lagt fram samhliða þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda varðandi raflínur í jörð. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um heimild til að staðfesta fjárfestingarsamning við United Silicon ehf. vegna kísilvers við Helguvík
    Í frumvarpinu er kveðið á um heimild fyrir ráðherra til að undirrita fjárfestingarsamning vegna kísilvers í Helguvík. (Haust)
  9. Frumvarp til laga um heimild til að staðfesta fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna kísilvers við Helguvík
    Í frumvarpinu er kveðið á um heimild fyrir ráðherra til að undirrita fjárfestingarsamning vegna kísilvers í Helguvík. (Haust)
  10. Frumvarp til laga um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum
    Endurútgáfa á tilskipun 2001/35/EB með sama heiti, auk nokkurra nýmæla. Tilgangur tilskipunarinnar er að vinna gegn of löngum greiðslufresti og/eða greiðsludrætti í verslunarviðskiptum. Endurflutt. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja
    Heildarendurskoðun á lögum um bílaleigur; eftirlit, öryggismál o.fl., auk heimilda og úrræða fyrir eftirlitsaðila til að fylgjast með starfseminni. Endurflutt. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og lögum nr. 3/2006, um ársreikninga
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög í tengslum við vinnu sem þegar er hafin við undirbúning rafrænnar fyrirtækjaskrár. Auk þess eru ákvæði er lúta að heimild félags til að kaupa eigin hluti, sem og breytingar vegna tilkynninga til hlutafélagaskrár um kynjahlutföll í stjórnum félaga. Endurflutt. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um um sölu fasteigna og skipa
    Tilgangur frumvarpsins er að leggja grundvöll að því að viðskipti með fasteignir og skip, sem gerð eru með aðstoð fasteignasala, geti farið fram með greiðum og öruggum hætti fyrir kaupanda og seljanda. Jafnframt að hlutverk fasteignasala og ábyrgð sé skýr og þeir séu engum háðir í störfum sínum. Endurflutt. (Haust)
  14. Frumvarp til laga um gjaldtöku í ferðaþjónustu
    Útfærsla á gjaldtöku í ferðaþjónustu til að standa straum af kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu á ferðamannastöðum. (Haust)
  15. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök
    Nefnd er að störfum sem ætlað er að skila til ráðherra tillögum að frumvarpi sem yrði heildarlöggjöf um þau frjálsu félagasamtök sem talist geta almannaheillasamtök, til að skjóta traustari stoðum undir starfsemi þeirra. (Vor)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga
    Skipaður hefur verið starfshópur til að innleiða nýja ársreikningatilskipun. Meginefni tilskipunarinnar er einföldun regluverks fyrir lítil félög. (Vor)
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
    Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Farið er gaumgæfilega yfir framkvæmd laganna, mögulega ágalla og atriði sem telja má þörf á að skýra nánar. (Vor)
  18. Frumvarp til laga um sölu ökutækja
    Skipuð hefur verið nefnd til að skoða hvaða úrbóta er þörf á núgildandi lögum og gera tillögur þar um. (Vor)
  19. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun um jarðstrengi og loftlínur
    Þingsályktunartillagan felur í sér stefnumótun stjórnvalda varðandi lagningu raflína í flutningskerfi raforku. Þar koma fram meginreglur og viðmið um hvenær notast eigi við jarðstrengi og hvenær loftlínu, ásamt greinargerð sem m.a. greinir frá stefnum nágrannalanda okkar. Drög hafa verið birt á vef ráðuneytisins til kynningar. (Haust)

Innanríkisráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003
    Með frumvarpinu er verið að bregðast við þeim fjárhagsvanda sem snýr að höfnum með því að breyta ákvæðum um ríkisstyrki. Vegna bágrar fjárhagsstöðu margra hafna eru lagðar til breytingar á ríkisstyrkjareglum hafnalaga. Lagt er til að hafnir geti gert með sér samning um samrekstur einstakra þátta og styrkhæfum framkvæmdum er skipt upp í fimm meginflokka. Endurflutt. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 141/2001, um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar til einföldunar á innleiðingu Evrópugerða. Í núgildandi lögum er að finna upptalningu á Evrópugerðum en listinn tekur tíðum breytingum. Lagt er til að listinn verði færður úr lögunum í reglugerð. Með því megi flýta fyrir innleiðingarvinnu og tryggja betur virkni innri markaðarins. Innleiðing. Endurflutt. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/2005, um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
    Frumvarpið er lagt fram vegna innleiðingar á tilskipun 2009/44/EB auk þess sem breyta þarf lagatilvísunum til samræmis við lagabreytingar sem gerðar hafa verið síðan lögin voru sett. Meginmarkmið frumvarpsins er að innleiða reglur um skuldakröfur.
    Lagt er til að skilgreiningu á hugtakinu fjármálagerningur verði breytt til samræmis við tilskipunina. Í núgildandi lögum er vísað til skilgreiningar eldri laga um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, en þau voru felld úr gildi árið 2007 með nýjum lögum um verðbréfaviðskipti og skilgreiningu á fjármálagerningi breytt umtalsvert. Því er lagt til að skilgreining tilskipunar 2002/47/EB verði tekin upp í lögin. Með þessari breytingu verður skilgreiningin þrengri en í gildandi lögum, en mestu skiptir að afleiður verða þá ekki sérstaklega tilgreindar sem fjármálagerningar.
    Þá er lagt til að skilgreiningar á samningi um framsal eignarréttinda yfir fjárhagslegri tryggingu og samningi um veðsetningu á fjárhagslegri tryggingu verði víkkaðar út til samræmis við efni tilskipunarinnar. Innleiðing. Endurflutt. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um fullnustu refsinga
    Um er að ræða heildarendurskoðun á lögum nr. 49/2005, um fullnustu refsinga. Brugðist er við athugasemdum umboðsmanns Alþingis og ríkisendurskoðunar. Markmið frumvarpsins er að tryggja réttaröryggi og að varnaðaráhrif refsinga séu virt, sem og að stuðla að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu og draga úr líkum á ítrekun afbrota. Frumvarpið er unnið af starfshópi sem skipaður er fulltrúum frá innanríkisráðuneytinu, Fangelsismálastofnun, embætti ríkissaksóknara og embætti landlæknis, auk afbrotafræðings. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007
    Með frumvarpinu er bætt við heimild til þess að sekta lögaðila ef ákvæði um gjaldtöku af umferð eru brotin. Síðastliðinn vetur var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á vegalögum sem innihélt annars vegar niðurstöður nefndar ráðuneytisins um endurskoðun vegalaga og hins vegar ákvæði til innleiðingar á skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Við frumvarpið verður bætt ákvæðum um hlutverk Samgöngustofu við framkvæmd vegalaga og þeirra reglugerða sem settar eru á grunni þeirra. Innleiðing. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987
    Um er að ræða ákvæði sem snúa að skilyrðum ökuréttinda, endurmenntun atvinnubílstjóra, heimildum umferðareftirlitsmanna til að skoða ástand ökutækja á vegum úti og öryggis- og verndarbúnaði barna. Þá er einnig mælt fyrir um breytta skilgreiningu á léttum bifhjólum sem stafa af síaukinni notkun slíkra tækja. Innleiðing. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um Rauða krossinn á Íslandi
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði sérstök lög um Rauða krossinn á Íslandi og merki félagsins. Kveðið er á um að Rauði krossinn sé sjálfstætt og óháð félag sem starfi að mannúðarmálum í samræmi við Genfarsamninga frá 1949 og viðbótarbókanir við samningana frá 1977 og 2005. Merki félagsins er veitt sérstök vernd gegn misnotkun og kveðið á um að öðrum en Rauða krossinum sé óheimilt að nota nafn félagsins og merki, eða merki sem þeim líkjast, til auðkenningar á starfsemi, þjónustu, vöru eða í öðrum sambærilegum tilgangi. Félagið getur veitt leyfi til notkunar á merki félagsins í sérstökum tilvikum. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni
    Með frumvarpinu er lagt til að ein lög gildi um alla fólksflutninga á landi í atvinnuskyni og taki til reksturs leigubifreiða, almenningssamgangna, ferðaþjónustu og hópferða. Lögin komi í stað laga nr. 134/2001, um leigubifreiðar, og að hluta laga nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Að auki verði ákvæði um almenningssamgöngur og skipulagningu þeirra. Með frumvarpinu verður settur skýr rammi um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni sem tekur tillit til þeirra þróunar sem orðið hefur á þessu sviði.
    Samhliða þessu frumvarpi verði lagt fram frumvarp sem breytir lögum nr. 73/2001 á þann hátt að öll ákvæði þeirra sem snúa að fólksflutningum verða felld niður. (Haust)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði laganna, sem snúa að fólksflutningum, verði felld brott til samræmis við frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni. (Haust)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998.
    Tilgangur frumvarpsins er að innleiða tvær EES-tilskipanir sem Ísland þarf að innleiða á grundvelli EES-skuldbindinga (tilskipun 2007/23/EB og 2008/43/EB, sbr. 2012/4/EB). Þær varða setningu öryggisstaðla fyrir skotelda vegna markaðshæfis, skyldur innflytjenda og rekjanleika sprengiefnis. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu (sérstakur fyrningarfrestur eftirstæðra krafna við nauðungarsölu og réttarstaða leigjenda)
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 57. gr. laga um nauðungarsölu sem fela í sér að geri kröfuhafi ekki reka að því að fá kröfu, sem ekki hefur greiðst af andvirði nauðungarsölu, greidda innan tiltekins tíma þá fyrnist krafa hans. Jafnframt verði leigjendum gert kleift á sama hátt og fyrrverandi eigendum fasteignar sem seld hefur verið nauðungarsölu að vera áfram í eigninni í tiltekinn tíma gegn greiðslu leigu. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nauðungarsölum verði frestað áfram á meðan á vinnslu umsókna um leiðréttingu stendur yfir. Þar er lagt til að nauðungarsölum verði áfram frestað fram yfir 1. mars 2015. Sú breyting er þó gerð frá fyrri frestun að fresturinn tekur ekki til fyrstu skrefa nauðungarsölu þannig að þingfesting máls og byrjun uppboðs munu fara fram nema gerðarbeiðandi fresti aðgerðum. Gerðarþoli geti hins vegar án samþykkis gerðarbeiðanda óskað eftir fresti á því að framhald uppboðs verði ákveðið eða að það fari fram. Jafnframt verði með samþykki allra gerðarbeiðenda unnt að fresta uppgjöri til kröfuhafa á fasteign sem seld hefur verið við framhald uppboðs en er enn í svokölluðum samþykkisfresti. Jafnframt er gert að skilyrði að gerðarþoli leggi fram staðfestingu á að hann hafi sótt um leiðréttingu samkvæmt ákvæðum laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (ýmsar breytingar)
    Frumvarpið er í samræmi við tilmæli kirkjuþings og felur í sér nokkrar breytingar á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Breytingarnar snúa m.a. að því að styrkja kirkjuþing og skýra stöðu þess betur og að færa stjórn fjármála þjóðkirkjunnar til kirkjuþings. (Haust)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2005, um happdrætti, o.fl. (nethappdrætti og forvarnir)
    Um er að ræða endurskoðun á ýmsum lögum er varða happdrætti og spilakassa. Meginbreytingar sem felast í frumvarpinu eru í fyrsta lagi að veita ráðherra heimild til að heimila einu félagi eða félögum saman að starfrækja nethappdrætti. Í öðru lagi að færa eftirlit og samskipti við félögin vegna starfsleyfa þeirra til sýslumanns. Í þriðja lagi er með frumvarpinu komið á fót forvarna- og meðferðarsjóði sem félögin greiða til og taka þátt í að úthluta úr. (Haust)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga (tímabundin breyting á álagningarstofni fasteignaskatts o.fl.)
    Markmið frumvarpsins yrði að innleiða tímabundna breytingu á álagningarstofni C-hluta fasteignaskatts í tengslum við breytta aðferð Þjóðskrár Íslands við mat á álagningarstofni, sbr. samkomulag aðila þar um. Fleiri breytingar kunna að koma til á grundvelli samráðs og samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga. (Haust)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1931, um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra
    Tilgangur frumvarpsins er að innleiða þá kerfisbreytingu að í stað ráðherra ákvarði kirkjuþing gjaldskrá fyrir aukatekjur presta. (Haust)
  17. Frumvarp til laga um póstþjónustu
    Afnám einkaréttar í póstþjónustu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB, þriðja pósttilskipunin. Íslenska ríkið fer með einkarétt á Íslandi en hefur falið Íslandspósti ohf. að annast hann. Einkaréttur Íslandspósts er á: bréfum undir 50 g, útgáfu frímerkja, uppsetningu póstkassa og auðkenni Íslandspósts (lúður). (Haust)
  18. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi hugtakanotkun vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
    Frumvarpið er bandormur og felur í sér breytingar á ýmsum lögum sem heyra undir fleiri ráðuneyti en innanríkisráðuneytið. Það er lagt fram til þess að laga hugtakanotkun í lagasafninu að nútímalegri viðmiðum í ljósi mannréttinda fatlaðs fólks. (Haust)
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 62/1994, um Mannréttindasáttmála Evrópu (fullgilding viðauka 15)
    Frumvarpið felur í sér fullgildingu á viðauka 15. (Vor)
  20. Frumvarp til laga um útlendinga
    Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um útlendinga. (Vor)
  21. Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (fullgilding sáttmála Sameinuðu þjóðanna, breyting á ákvæðum varðandi nauðungarvistun, breyting á ákvæðum varðandi lögræði og sjálfræði)
    Tilgangur frumvarpsins er annars vegar breytingar á ýmsum ákvæðum laganna, bæði kafla laganna um nauðungarvistanir og öðrum köflum, svo sem um skipun og eftirlit með lögráðamönnum. Hins vegar miðar frumvarpið að því að gera nauðsynlegar breytingar á lögunum svo tryggja megi fullgildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meginmarkmið frumvarpsins er að bæta mannréttindi á þessu sviði með því að tryggja betur vernd og rétt einstaklinga varðandi inntak og framkvæmd þessara laga. (Vor)
  22. Frumvarp til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna
    Að tryggja að skýr lög og reglur gildi á þessu sviði, treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og að ákvarðanir tengdar þeim byggist á skýrum almennum reglum. (Vor)
  23. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar samgöngustofnana (gjaldskrárheimildir, EES-reglur)
    Við stofnun hinna nýju samgöngustofnana voru gerðar ýmsar breytingar á lögum. Komið hefur í ljós að við breytinguna var ekki nægilega gætt að því að gjaldskrárheimildir breyttust. Nokkur dæmi eru um að gjaldskrárheimildir hafi jafnvel fallið brott með öllu. Því eru lagðar til lagfæringar á gjaldskrárheimildum. Einnig eru lagðar til leiðréttingar á lögum um loftferðir vegna rangrar innleiðingar á EES-reglum. (Vor)
  24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 32/2004, um vatnsveitur sveitarfélaga (grundvöllur vatnsgjalds)
    Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja með ótvíræðum hætti heimildir veitufyrirtækja sveitarfélaganna til að innheimta gjöld fyrir þá almannaþjónustu sem þau veita þannig að þær nái til allra þeirra sem tengst geta veitunum. (Vor)
  25. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings stjórnsýsluverkefna til embætta sýslumanna (bandormur)
    Efni frumvarpsins er í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 50/2014, um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. (Vor)
  26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/2004, um siglingavernd, og lögum nr. 60/1998, um loftferðir
    Með frumvarpinu er hækkaður refsirammi vegna innbrota í skip og haftasvæði flugverndar til að bregðast við fjölgun laumufarþega í höfnum og á flugvöllum. Einnig verður mælt fyrir um bakgrunnsskoðanir vegna aðgangs að haftasvæðum. (Vor)
  27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti
    Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á umfangi og fyrirkomulagi alþjónustu í fjarskiptum í samræmi við væntanlegar tillögur nefndar um alþjónustu í fjarskiptum. Einnig eru væntanlegar breytingar á regluverki innan EES-svæðisins í tengslum við Single Telecom Market og eftirlitsstofnunina BEREC. (Vor)
  28. Frumvarp til laga um breytingu á siglingalögum, nr. 34/1985
    Með frumvarpi þessu er lagt til að innleidd verði reglugerð ESB um ábyrgð útgerða í farþegasiglingum. Með þeim verða réttindi farþega ríkari auk þess sem bótafjárhæðir eru hækkaðar en þær hafa haldist óbreyttar síðan 1985. (Vor)
  29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa vegna breytinga á STCW-samþykktinni sem fjallar um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna, og Ísland er aðili að. Frumvarpið á rætur sínar að rekja til breytinga sem gerðar voru á samþykktinni árið 2010 með svokölluðum Manila-breytingum, en þær snúa helst að heilsufarskröfum, vaktstöður, hvíldartíma, aðgerðum til að koma í veg fyrir áfengis- og vímuefnanotkun sjófarenda og ábyrgð útgerða. (Vor)
  30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1962, um þjóðskrá og almannaskráningu
    Núgildandi lög um þjóðskrá og almannaskráningu eru komin til ára sinna og ná illa utan um þau verkefni sem hjá stofnuninni liggja í dag. Framfarir á sviði upplýsingatækni og auknar kröfur til stofnunarinnar hafa gert það að verkum að hún hefur þurft að sinna ýmsum verkefnum sem ekki er skýrt gert ráð fyrir í lögum. Snúa þessi verkefni aðallega að upplýsingamiðlun, þ.e. hvaða upplýsingum skuli eða megi miðla og til hverra. Þá eru gjaldtökuheimildir stofnunarinnar afar takmarkaðar og því hefur hún neyðst til að veita ýmiss konar þjónustu, m.a. til einkaaðila, langt undir kostnaðarverði. (Vor)
  31. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015-2026
    (Vor)
  32. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2015-2018
  33. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2015-2018
    (Vor)
  34. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2015-2026
    (Vor)

Mennta- og menningarmálaráðherra

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla (rafræn námsgögn o.fl.)
    Í frumvarpinu eru tillögur um breytingu á ákvæðum gildandi laga um gjaldtökuheimild vegna rafrænna námsgagna og tímabundna heimild framhaldsskóla til innheimtu efnisgjalda af nemendum auk innheimtu gjalda í kvöldskóla og fjarnámi, rétt náms- og starfsráðgjafa til að sækja um launuð námsorlof og viðurkenningu á húsnæði einkarekinna framhaldsskóla og afhendingu byggingarlóða undir framhaldsskólabyggingar án kvaða eða gjalda. Lagt fram í annað sinn. Áður lagt fyrir á 143. löggjafarþingi. (Haust).
  2. Frumvarp til laga um breyting á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (ESA: viðeigandi ráðstafanir)
    Tilgangur lagabreytinga er að styrkja framleiðslu og dreifingu íslenskra kvikmynda. Ennfremur að styrkja framleiðslu og dreifingu kvikmynda sem eru á íslensku eða hafa skírskotun til íslenskrar menningar sem unnar eru og kostaðar af aðilum með skráð aðsetur í EES ríki. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  3. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (höfundaréttargjald á stafræna geymslumiðla)
    Lagðar eru til breytingar á 11. gr. laganna sem miða að því að settar verði skýrar reglur um heimild einstaklinga til eintakagerðar eftir birtum verkum til einkanota eingöngu. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  4. Frumvarp til laga um örnefni
    Markmið laganna er að stuðla að verndun örnefna og nafngiftahefða í landinu sem hluta af íslenskum menningararfi og tryggja að honum verði viðhaldið handa komandi kynslóðum, að ný örnefni séu í samræmi við íslenska málfræði og íslenska málvenju, að ný örnefni séu í samræmi við staðhætti og örnefnahefð og að samræma stjórnsýslu við skráningu örnefna þannig að ferli nafngifta sé opið, gagnsætt og skilvirkt. Lagt fram í þriðja sinn. Áður lagt fram á 142. og 143. Löggjafarþingi (Haust).
  5. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (tilskipun 2011/77/ESB um breytingu á tilskipun 2006/116/EB: lenging verndartíma hljóðrita)
    Frumvarpið snýst um að höfundaréttur að tónverki með texta, þar sem bæði texti og tónverk eru samin sérstaklega fyrir hlutaðeigandi tónverk með texta, helst uns 70 ár eru liðin frá andlátsári þess sem lengst lifir af tilteknum aðilum. Þá er verndartími hljóðrita lengur úr 50 árum í 70 ár. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  6. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (tilskipun 2012/28/ESB: afnot munaðarlausra verka)
    Um er að ræða lagabreytingar vegna tilskipunar um tiltekin leyfileg afnot á munaðarlausum verkum. Munaðarlaus verk eru þau verk nefnd sem njóta verndar höfundaréttar en höfundur þeirra er óþekktur eða ekki vitað hvar hann heldur sig og því ekki unnt að leita heimildar hjá þeim til nota verkanna. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kæruleiðir, valdmörk, einkarekstur)
    Tilefni og tilgangur frumvarpsins er í fyrsta lagi að leitast við að skýra betur valdmörk ráðuneyta sveitarstjórnarmála annars vegar og fræðslumála hins vegar hvað varðar kæruleiðir vegna ákvarðana sem teknar eru í grunnskólum á vegum sveitarfélaga og lúta að réttindum eða skyldum einstakra nemenda. Í öðru lagi er fjallað um skilyrði þess að sveitarfélag feli rekstur grunnskóla í hendur einkaaðila. Í þriðja lagi er lögð til orðalagsbreyting þannig að fjallað er um skólaþjónustu í stað sérfræðiþjónustu í ýmsum ákvæðum laganna. Í fjórða lagi er með frumvarpinu lögð til breyting á orðalagi í grunnskólalögum um samvinnuLagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  8. Frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008 (endurskoðun) 
    Frumvarpið felur í sér endurskoðun á lögunum í samræmi við þau markmið sem fram koma í hvítbók mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust). 
  9. Endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992 (ný heildarlög) 
    Stefnt er að endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna veturinn 2014 – 2015 og nýtt frumvarp verður lagt fram til kynningar að vori.
  10. Frumvarp til sviðslistalaga 
    Samkvæmt frumvarpinu er markmið laganna að efla íslenskar sviðslistir, kveða á um skipan og fyrirkomulag og búa þeim hagstæð skilyrði. Með sviðslistum er átt við leiklist, listdans, óperuflutning, brúðuleik og skylda liststarfsemi sem heyrir ekki undir lög um aðrar listgreinar. Lagt fram í þriðja sinn. Áður lagt fram á 140. og 141. löggjafarþingi.
  11. Frumvarp til laga um tónlistarskóla (fjárstuðningur ríkisins) 
    Helsta markmið frumvarpsins er að sett verði ný heildarlög um starfsemi tónlistarskóla sem starfa samkvæmt frumvarpinu og um samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum. Í frumvarpinu er kveðið á um starfsemi tónlistarskóla með mun skýrari hætti en í gildandi lögum. Þá er sérstaklega mælt fyrir um að sjálfstætt starfandi tónlistarskólar eigi rétt á viðurkenningu ráðuneytis og gert ráð fyrir tilteknum lágmarkskröfum um efni þjónustusamnings milli slíkra skóla og sveitarfélaganna. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  12. Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (endurskoðun höfundalaga) 
    Frumvarpið er áfangi í heildarendurskoðun höfundalaga sem hófst árið 2009. Að þessu sinni eru lagðar til breytingar á 1. kafla höfundalaga. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  13. Frumvarp til laga um nýja stofnun á sviði menntamála (brottfelling laga um Námsmatsstofnun, nr. 168/2000 og breyting laga um námsgögn, nr.  71/2007)
    Með frumvarpinu er búin til ný stofnun á grunni Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar. Lagt fram í fyrsta sinn. (Haust).
  14. Engin tillaga til þingsályktunar fyrirhuguð.
  15. Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra um framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum, skólaárið 2008 – 2009, 2009 – 2010 og 2010 - 2012. (Haust)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

  1. Frumvarp til laga um kvótaþing
    Með frumvarpinu er lagt til að settur verði á fót opinber tilboðsmarkaður með aflaheimildir, sem tryggi gegnsæi í viðskiptum. Starfandi er vinnuhópur þar sem auk fulltrúa ráðuneytisins eiga sæti fulltrúar fjármálaráðuneytis og Fiskistofu. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, og lögum nr. 74/2012, um veiðigjöld (samningaleið)
    Fiskveiðistjórnunarkerfið verður yfirfarið, en grundvöllur fiskveiðistjórnunar verður áfram aflamarkskerfi. Miðað er við að efla sátt um framtíðarskipulag greinarinnar. Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili. Stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi fiskveiðistjórnarlöggjöf kveður á um. Veiðigjöld verða hluti þessa frumvarps. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, og lögum nr. 59/2006, um Veiðimálastofnun (sameining stofnana)
    Með frumvarpinu verður lagt til að Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun verði sameinaðar. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (hlutdeildarsetning makríls)
    Með frumvarpinu verður lagt til að makrílstofninn verði hlutdeildarsettur með sérstökum lögum. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga) 
    Frumvarpið fjallar um reglur um meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga. (Vor)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu, o.fl.
    Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á almennri gjaldtökuheimild í lögum um Fiskistofu með heimild handa ráðherra að staðfesta gjaldskrá fyrir þjónustu og eftirlit sem Fiskistofu er falið að framkvæma samkvæmt lögum. (Vor)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar (vigtun og eftirlit)
    Lögin fjalla m.a. um slægingu, vigtun og fasta ísprósentu. Frumvarpi þessu er ætlað að styrkja og endurskoða heimildir Fiskistofu til eftirlits, m.a. með upptöku stjórnvaldssekta o.fl., en að auki gera úrbætur varðandi eftirlit og framkvæmd vigtunar á sjávarafla. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (vannýttar tegundir)
    Með frumvarpinu er lagt til að settar verði skýrari reglur og leiðbeiningar um heimildir til að veiða nytjastofna sem hafa verið vannnýttir. (Vor)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 22/1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands (hafnríkisaðgerðir)
    Lagt er til að nokkrar breytingar verði gerðar á lögunum í því skyni að Ísland geti fullgilt alþjóðasamning frá 2009 um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar (FAO Port State Agreement). (Haust)
  10. Frumvarp til laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis og hefðbundinnar sérstöðu
    Ný heildarlöggjöf. Endurflutt. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2004
    Með frumvarpinu er lögð til breyting á jarðalögum vegna skörunar við skipulagslög, nr. 123/2010, og breyting á ákvæðum um sölu ríkisjarða. Jafnframt eru ákvæði sem snúa að lögbýlum. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/2005, um Matvælastofnun
    Breytingarnar sem lagðar eru til varða flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (flutningur stjórnsýsluverkefna)
    Endurskoða þarf ákvæði er snúa að flutningi stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Setja þarf inn heimildir til að greiða kostnað af framkvæmd samningana, sbr. samkomulag við Bændasamtök Íslands. Lagfæra þarf ákvæði er snúa að ónýttum beingreiðslum og ráðstöfun þeirra og gæðastýringu. Jafnframt þarf að lagfæra kerfislægar hindranir í kynjaðri hagstjórn o.fl. (Haust)
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra
    Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á innflutningi erfðaefnis vegna holdanautgripa. (Haust)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 93/1995, um matvæli
    Með frumvarpinu er lagt til að eftirlit með frumframleiðslu matjurta verði fært frá Matvælastofnun. Þá verður kveðið á um starfsleyfi fyrir framleiðslu kapla-, geita- og sauðamjólkur, auk þess sem viðurlagaákvæði verða endurskoðuð. (Haust)

Umhverfis- og auðlindaráðherra

  1. Frumvarp til laga um byggingarvörur (heildarlög)
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) nr. 305/2011 um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara. Reglugerðin leysti af hólmi eldri tilskipun ráðsins 89/106/EBE um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara. Sú tilskipun var innleidd með reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994. Reglugerð (ESB) nr. 305/2011 tók gildi að hluta til í apríl 2011 innan Evrópusambandsins en í heild sinni 1. júlí 2013. Endurflutt. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu)
    Frumvarpið felur í sér breytingu á viðaukum laganna í samræmi við athugasemdir ESA við innleiðingu Íslands á tilskipuninni í lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Athugasemdirnar lúta að viðmiðunarmörkum framkvæmda um stærð og staðsetningu framkvæmda, sem er að finna í ákvæðum 1. og 2. viðauka laga nr. 106/2000, en sú tilhögun er ekki talin uppfylla ákvæði tilskipunar 85/337/EEB sem nú hefur verið uppfærð með tilskipun 2011/92/ESB. Einnig felur frumvarpið í sér aðrar breytingar á lögunum með hliðsjón af reynslu af framkvæmd laganna. (Haust)
  3. Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög)
    Tilgangur frumvarpsins er að setja ramma utan um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Löggjöfinni er ætlað að vera fyrirbyggjandi og fjallar almennt um ýmsar varúðarráðstafanir vegna hættu á gróðureldum. Stuðst er við gildandi löggjöf en lagt er til að þrengdar verði verulega heimildir til sinubrennu og að ákvæði um sinubrennur og meðferð elds utan dyra verði strangari og skýrari. Þá eru auk þess sett fram ákvæði um varðelda og bálkesti. Endurflutt. (Haust)
  4. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (breyting bótaákvæða o.fl.)
    Frumvarpið felur í sér breytingu á ákvæðum skipulagslaga er fjalla um bótaákvæði og grenndarkynningu. (Haust)
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (fjölgun nefndarmanna, niðurlagning eldri nefndar)
    Markmið frumvarpsins er að styrkja starf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og auka skilvirkni í starfi hennar vegna fjölgunar kærumála. Verður þetta m.a. gert með því að heimila nefndinni að starfa deildaskipt og fjölga nefndarmönnum. Með frumvarpinu er einnig ætlunin að leggja niður úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og veita úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála umboð til að ljúka óafgreiddum kærumálum fyrri nefndar. (Haust)
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 103/2006, um landmælingar og grunnkortagerð (afmörkun á nákvæmni landupplýsinga)
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögunum hvað varðar afmörkun á nákvæmni landupplýsinga sem Landmælingar Íslands vinna með þannig að landupplýsingar sem stofnunin varðveitir verði ekki háð ákveðnum mælikvarða. (Haust)
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur (fullgilding Kartagena-bókunar, verkaskipting Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar)
    Frumvarpið varðar fullgildingu Íslands á Kartagena-bókuninni við samninginn um líffræðilega fjölbreytni. Einnig er með frumvarpinu verið að gera breytingar á verkaskiptingu milli Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar vegna eftirlits með markaðssetningu erfðabreyttra matvæla og fóðurs í samræmi við forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. (Haust)
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (niðurdæling koldíoxíðs í berg o.fl.)
    Samkvæmt tilskipun 2009/31/EB þarf Ísland að setja ákvæði í lög um niðurdælingu og geymslu á koldíoxíði í jörðu. Með frumvarpinu er ætlunin að setja ákvæði um að leyfa ekki niðurdælingu CO2 samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar tímabundið. Um leið verður hafið starf til að móta reglur um niðurdælingu og geymslu CO2 í jörðu til lengri tíma. Með frumvarpinu verða jafnframt gerðar minniháttar breytingar á lögunum vegna EES-reglna. (Haust)
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála (fyrirkomulag gjaldtöku)
    Lög nr. 36/2011, um stjórn vatnamála, sem voru sett til að innleiða vatnatilskipun ESB, voru fjármögnuð af fjárlögum í tvö ár, en þá stóð til að taka upp gjaldtöku samkvæmt nytjagreiðslureglunni (og síðar mengunarbótareglunni), eins og kveðið er á um í vatnatilskipuninni. Markmiðið með frumvarpinu er að setja ákvæði um gjaldtöku af notendum vatns til að fjármagna hluta af kostnaði við framkvæmd laganna. (Haust)
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð (breyting á stjórnfyrirkomulagi og aðrar breytingar)
    Lög um Vatnajökulsþjóðgarð tóku gildi 1. maí 2007. Í ákvæði til bráðabirgða er kveðið á um að eigi síðar en 1. janúar 2013 skuli ákvæði laganna um stjórnfyrirkomulag þjóðgarðsins endurskoðuð í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshóp í janúar 2013 til að fara yfir stjórnfyrirkomulag garðsins og gera tillögur til breytinga ef þurfa þætti. Starfshópurinn skilaði greinargerð sinni 27. ágúst 2013 og leggur til þær breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem frumvarpið kveður á um. Að auki eru í frumvarpinu lagðar til aðrar breytingar á lögunum í ljósi þeirrar reynslu sem komin er eftir stofnun þjóðgarðsins. (Haust)
  11. Frumvarp til laga um timbur og timburvörur (heildarlög)
    Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 995/2010, um skyldur aðila sem setja timbur og timburvörur á markað. Markmið reglugerðarinnar er að setja skorður við markaðssetningu á timbri og timburvörum sem framleidd eru úr timbri sem höggvið er með ólöglegum hætti. Markaðssetning timburs og timburvara sem framleiddar eru á grundvelli ólöglegs skógarhöggs er bönnuð og aðilar sem selja timbur og timburvörur skulu tryggja rekjanleika vörunnar og notast við sérstakt aðgátarkerfi í þeim tilgangi. (Haust)
  12. Frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi (heildarlög)
    Frumvarpið er unnið í tengslum við vinnu við frumvarp til laga um náttúrupassa/gjaldtöku á ferðmannastöðum sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer með. Frumvarpinu er ætlað að skapa umgjörð um stefnumótun á sviði uppbyggingar innviða og verndar náttúru á áningarstöðum ferðamanna í náttúru Íslands. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra leggi fram þingsályktunartillögu um tólf ára stefnumarkandi áætlun. Stýrihópur sem skipaður er af fulltrúum ríkis, sveitarfélaga, landeigendum og annarra hagsmunaaðila vinnur síðan þriggja ára verkefnaáætlanir á grundvelli 12 ára áætlunarinnar. (Haust)
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (hættumat eldgosa o.fl.)
    Markmið frumvarpsins er m.a. að framlengja tímabundna heimild ofanflóðasjóðs til að veita fé í gerð hættumats vegna eldgosa. (Haust)
  14. Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)
    Frumvarpinu er ætlað að koma í stað laga nr. 90/2002, um Umhverfisstofnun. Markmiðið með frumvarpinu er að samþætta og skýra með nánari hætti hlutverk Umhverfisstofnunar í lögum. Í frumvarpinu er fjallað um helstu málaflokka sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með og þær heimildir sem stofnunin hefur yfir að ráða. Einnig er þar fjallað um ráðgefandi nefnd sem er ætlað að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta á fagsviðum stofnunarinnar. Þá er kveðið á um helstu ábyrgðarsvið stofnunarinnar með vísan til viðeigandi löggjafar og heimildir hennar til gjaldtöku, framsals eftirlits og þjónustu o.fl. (Vor)
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir (hlutverk eftirlitsaðila, stjórnvaldssektir, umhverfisupplýsingar o.fl.)
    Frumvarpið kveður á um skiptingu eftirlits milli Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda með starfsleyfisskyldri starfsemi. Einnig er frumvarpinu ætlað að setja heimildir í lögin til beitingar stjórnvaldssekta, auk þess sem málsmeðferð vegna leyfisveitinga verður einfölduð og eftirlitið gert markvissara. Þá er með frumvarpinu sett sterkari lagastoð vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2010/75/ESB um losun mengunarefna frá iðnaði og jafnframt ákvæði vegna umhverfisupplýsinga (græns bókhalds og útstreymisbókhalds). (Vor)
  16. Frumvarp til laga um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013 (færsla eftirlits með notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði o.fl.)
    Með frumvarpinu er lagt til að Mannvirkjastofnun fari með eftirlit með notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði í stað Umhverfisstofnunar í samræmi við tilskipun 2011/65/ESB. Tilskipunin hefur verið innleidd með reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna efna í raf- og rafeindabúnaði. Talið er mun hagkvæmara að eftirlitið sé á hendi Mannvirkjastofnunar en Umhverfisstofnunar, sérstaklega í kjölfar þess að lög nr. 39/2014, um breytingu á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, tóku gildi í maí sl. Með þeim lögum var allt markaðseftirlit með rafföngum flutt frá Neytendastofu til Mannvirkjastofnunar og því er ljóst að eftirlit með notkun hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði samræmist best markaðseftirliti Mannvirkjastofnunar með rafföngum. Þá verða í frumvarpinu gerðar ýmsar breytingar og viðbætur á skilgreiningum, skýrari ákvæði um skráningu og skýrslugjöf vegna meindýraeyðingar og varnarefni, ákvæði um menntun í tengslum við ósoneyðandi efni í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1005/2009. Einnig er lögð til breyting á ákvæðum til bráðabirgða o.fl. Að lokum er frumvarpinu ætlað að innleiða tilskipun 2009/126/EB um II. stigs endurheimt eldsneytisgufu við áfyllingu ökutækja á bensínstöðvum. Tilskipunin gerir kröfu um að allar nýjar bensínstöðvar skuli vera með II. stigs eldsneytisgufugleypa á bensíndælum og að eldri stöðvar skuli setja upp slíkan búnað við meiri háttar breytingar á bensínstöðinni. (Vor)
  17. Frumvarp til laga um skipulag hafs og stranda (heildarlög)
    Í frumvarpinu verður fjallað um stjórnun og skipulag á haf- og strandsvæðum, þar á meðal með hvaða hætti stjórnsýslu skuli háttað, landfræðilega afmörkun og helstu stjórntæki við skipulagsgerð o.fl. (Vor)
  18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs (innleiðingar Evrópugerða, stjórnvaldssektir o.fl.)
    Um er að ræða innleiðingu á tilskipun 2012/19/ESB um raf- og rafeindatækjaúrgang og reglugerð ESB nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa. Þá þarf að gera nokkrar breytingar varðandi umbúðaúrgang og úrgangs vegna náma, auk þess sem fyrirhugað er að leggja til heimildir stjórnvalda til að leggja á stjórnvaldssektir. (Vor)
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd (almannaréttur og fleiri ákvæði)
    Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, áttu að taka gildi 1. apríl 2014. Umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fram á haustþingi 2013 frumvarp þess efnis að lögin yrðu felld úr gildi og vinna yrði sett af stað um þau atriði laganna sem mestur ágreiningur var um. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði um málið og lagði til að í stað þess að fella lögin úr gildi yrði gildistöku þeirra frestað til 1. júlí 2015 og ráðherra myndi á 144. löggjafarþingi leggja til breytingar á þeim til að ná betri sátt um ákveðin atriði í lögunum. (Vor)
  20. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum, m.a. lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda (upptaka refsiákvæða vegna tiltekinna brota sem varða umhverfið)
    Um er að ræða innleiðingu á tveimur tilskipunum 2008/99/EB og 2009/123/EB sem felur í sér upptöku refsiákvæða í íslenskan rétt. (Vor)
  21. Tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Hvammsvirkjun)
    Tillagan felur í sér breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða að því leyti að virkjunarkosturinn Hvammsvirkjun í Þjórsá verði færður í orkunýtingarflokk úr biðflokki. Endurflutt. (Haust)
  22. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun
    Um er að ræða framlengingu á náttúruverndaráætlun sem gilti út árið 2013. (Haust)
  23. Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 – 2026
    Um er að ræða samræmda stefnu ríkisins um skipulagsmál til 12 ára sem ráðherra lætur vinna og leggur fyrir Alþingi í samræmi við 10. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. (Vor)

Utanríkisráðherra

  1. Frumvarp til laga um bann við klasasprengjum 
    Frumvarpið innleiðir samninginn um klasasprengjur frá 30. maí 2008 sem Ísland beitti sér fyrir ásamt fleiri ríkjum. (Haust)
  2. Frumvarp til laga um alþjóðleg öryggismál 
    Frumvarpið innleiðir ýmsar skuldbindingar um alþjóðleg öryggismál sem hafa þegar verið fullgiltar. (Vor)
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 
    Frumvarpið varðar umbætur á skipulagi og fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslands. Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.
  4. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2015-2018 
    Áætlun ríkisstjórnarinnar um alþjóðlega þróunarsamvinnu árin 2015-2018. Endurmat og uppfærsla á núgildandi áætlun sem gildir tímabilið 2013-2016. (Haust)
  5. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland 
    Þjóðaröryggistefnan skilgreinir öryggi með víðtækum hætti og nær til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis. Stefnan byggir á tillögum þingmannefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu. (Haust)
  6. Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu 
    Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.
  7. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2015. 
    Um er að ræða árlega samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. (Vor)
  8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2015. 
    Árlegur samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu. (Vor)
  9. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir, vottun) við EES-samninginn. 
    Reglugerðir (ESB) nr. 995/2010, 363/2012, og 607/2012 um markaðssetningu timburvara. (Haust)
  10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. 
    Tilskipun 2009/33/EB um að stuðla að notkun á hreinum og orkunýtnum ökutækjum til flutninga á vegum. (Haust)
  11. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. 
    Reglugerðir (EB) nr. 1071/2009, 1072/2009 og 1073/2009 um flutninga á vegum, farmflutningar á vegum milli landa og flutningar með hópbifreiðum milli landa (e. Road Package). (Haust)
  12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings milli Evrópusambandsins og aðildarríkja þess og Íslands varðandi þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum skuldbindinga Evrópusambandsins, aðildarríkja þess og Íslands á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 
    Samningur um losunarheimildir á öðru tímabili Kýótóbókunarinnar. Framlagning er háð því að umhverfisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um loftslagsmál. (Haust)
  13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu 15. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. 
    Viðaukinn hefur að geyma breytingar á form- og málsmeðferðarreglum Mannréttindadómstóls Evrópu. Framlagning er háð því að innanríkisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu. (Vor)
  14. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál. 
    (Vor)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum