Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2012 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2011-2012 (endurskoðuð)

Endurskoðuð þingmálaskrá 13. janúar 2012

Samkvæmt þingskapalögum skal ríkisstjórnin við upphaf þings í janúar afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa. Þar kemur fram staða þingmála sem lögðu voru fram fyrir jól annarra en samþykktra laga. Eins kemur fram dagsett áætlun um þau þingmál sem eru í undirbúningi.


Forsætisráðuneytið

  1. Frumvarp til upplýsingalaga. Bíður 1. umr.
  2. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2010, sbr. 8. mgr. 44. gr. laga, nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sbr. 23. gr. laga, nr. 84/2011, um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. Búið að leggja fram.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls heitis ráðherra/ráðuneyta úr lögum. Bíður 1. umr.
  4. Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 til 31. desember 2009. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 16. febrúar.
  5. Skýrsla forsætisráðherra um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði, sbr. 8. gr. laga, nr. 27/1997, um opinberar eftirlitsreglur. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  6. Skýrsla forsætisráðherra um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi, sbr. 5. mgr. 3. gr. laga, nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  7. Skýrsla samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni, sbr. f-lið 3. mgr. 17. gr. laga, nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, sbr. einnig f-lið 3. mgr. 25. gr. laga, nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, samþykkt á Alþingi 17. september sl. Nefndin skal skila forsætisráðherra skýrslu sem svo leggur hana fyrir Alþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  8. Þingsályktun um breytingu á fjölda og heitum ráðuneyta, skv. lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 22. mars.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið

  1. Skýrsla til Alþingis um framtíð fjármálamarkaða og opinbert eftirlit. Skýrslan, sem efnahags- og viðskiptaráðherra leggur fram til umræðu á Alþingi, felur m.a. í sér sér fræðilega úttekt á heildarmyndinni af fjármálamörkuðum og leikreglunum á þeim, hlutverki fjármálakerfis, alþjóðaskuldbindingum og lagaþróun, fjármálalöggjöf og fjármálastöðugleika í ljósi aðstæðna hér á landi. Jafnframt verður fjallað um opinbert eftirlit með fjármálafyrirtækjum og fjármálastöðugleika og samspil milli eindareftirlits og þjóðhagsvarúðar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  2. Skýrsla til Alþingis um beitingu þjóðhagsvarúðartækja. Skýrslan verður byggð á samantekt Seðlabanka Íslands og er markmiðið að Alþingi ræði tiltækar leiðir og aðgerðir til að byggja á fyrirkomulag til framtíðar, líka eftir að gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  3. Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á stofnskrá sjóðsins. Til umfjöllunar efnahags- og viðskiptanefndar eftir 2. umr.
  4. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á gildandi löggjöf byggðar á mati Seðlabankans á að skýra þurfi og fylla betur nokkra þætti laganna í ljósi þróunar bankalöggjafar í Evrópu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Bíður 1. umr. Gert ráð fyrir að mælt verði fyrir frumvarpinu 18. janúar n.k.
  6. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Frumvarp til að skýra grunn iðgjaldainnheimtu til TIF vegna yfirstandandi árs verður lagt fram en ólíklegt er að heildarendurskoðun laganna fari fram fyrr en skýrt er hvernig breytingar verða á regluverki innan Evrópu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  7. Frumvarp til laga um lögmæltar ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna vélknúinna ökutækja. Frumvarp til laga sem ætlað er að innleiða tilskipun 2009/103/EB um ökutækjatryggingar var lagt fram á vorþingi. Í tengslum við þetta frumvarp hefur í innanríkisráðuneytinu verið unnið að breytingu á umferðarlögum nr. 50/1987 (ný heildarlög).
    Viðskiptanefnd afgreiddi frumvarpið frá sér á septemberþinginu en ekki tókst að ljúka þinglegri umfjöllun. Er stefnt að því að leggja það fram að nýju að teknu tilliti til þeirra breytingartillagna sem viðskiptanefnd samþykkti. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars í tengslum við frumvarp innanríkisráðherra til nýrra umferðarlaga.
  8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti. Stefnt er að endurskoðun á ákvæðum laga nr. 108/2007 og hafa ráðuneytinu borist tillögur í þá veru m.a. frá Fjármálaeftirlitinu. Jafnframt er unnið að endurskoðun laganna með hliðsjón af þeim athugasemdum sem gerðar voru í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
    Ennfremur hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gert nokkrar athugasemdir við innleiðingu tilskipunar 2004/39/EB og tilskipunar 2003/6/EC um verðbréfaviðskipti og tekur endurskoðunin jafnframt mið af þeim. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  9. Frumvarp til laga um breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar skýrslu nefndar um málefni endurskoðenda sem unnin var veturinn 2010-2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  10. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Með frumvarpinu verður lagt til að lögfest verði ný heildarlög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Frumvarpið byggir á frumvarpi sem lagt var fram á 135. og 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun samruna og skiptingarreglna o.fl.). Er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir 1. umr.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum. Bíður 1. umr. Áætlað er að mælt verði fyrir frumvarpinu 18. janúar n.k.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á innheimtulögum, nr. 95/2008. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á innheimtulögum vegna framkvæmdar laganna, yfirleitt að tillögu Fjármálaeftirlitsins, m.a. um vernd fjár á vörslufjárreikningum og Neytendastofu sem eftirlitsaðila á takmörkuðu sviði. Frumvarpið var lagt fram á 139. löggjafarþingi og er nú endurflutt með smávægilegum breytingum í samræmi við innkomnar athugasemdir við þinglega meðferð. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 16. febrúar.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (opinber hlutafélög o.fl.). Með frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á ákvæðum hlutafélagalaga er varða opinber hlutafélög. Áætlað að leggja fram 29. mars.
  15. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun varðandi beinar erlendar fjárfestingar. Bíður 1. umræðu. Áætlað er að mælt verði fyrir tillögunni 18. janúar n.k.
  16. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem leiða af heildaryfirferð yfir lög um ársreikninga sem talin er nauðsynleg í kjölfar hrunsins. Í frumvarpinu er m.a. ætlunin að taka á skilum ársreikninga. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  17. Frumvarp til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um bókhald verður lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breytingar á lögum um ársreikninga. Áætlað að leggja fram 5. mars.
  18. Frumvarp til laga um almannaheillasamtök. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði heildarlög um almannaheillasamtök. Í frumvarpinu verði slík félög skilgreind sérstaklega til aðgreiningar frá öðrum frjálsum félögum, kveðið verði á um réttindi slíkra félaga og skyldur, t.d. um opið bókhald. Áætlað að leggja fram 29. mars.
  19. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir. Með aukinni útbreiðslu rafrænna skilríkja og notkun rafrænna undirskrifta er þörf á að endurskoða lög um rafrænar undirskriftir. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  20. Frumvarp til breytinga á lögum nr. 48/2003 um neytendakaup. Með frumvarpinu verður gerð tillaga að ýmsum breytingum á lögunum vegna ábendinga sem borist hafa ráðuneytinu, m.a. er varðar eftirfylgni við álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa, skýringu á reglu laganna um 5 ára ábyrgðartíma á galla o.fl. Áætlað að leggja fram 29. mars.
  21. Frumvarp til nýrra laga um neytendalán. Á vorþingi er fyrirhugað að leggja fram frumvarp til nýrra laga um neytendalán sem innleiðir tilskipun 2008/48/EB sama efnis. Tilskipunin er full harmonization og kveður m.a. á um skyldu til þess að framkvæma mat á lánshæfi áður en neytendalán er veitt og aukna upplýsingaskyldu lánveitanda. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  22. Frumvarp til laga um rafeyrisfyrirtæki. Nefnd var skipuð í júlí til þess að innleiða efni tilskipunar nr. 2009/110/EB um rafeyrisfyrirtæki og mun hún skila frumvarpsdrögum í desember. Tilskipuninni er ætla að koma í staðinn fyrir og víkka gildissvið tilskipunar nr. 2000/46/EB um stofnun, rekstur og eftirlit með rafeyrisfyrirtækjum. Auk þess felur hún í sér breytingar á tveimur öðrum tilskipunum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 16. febrúar.
  23. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunatryggingar og frumvarp til laga um náttúruhamfaratryggingar. Tvær nefndir voru að störfum um breytingar á lagaákvæðum um brunatryggingar annars vegar og Viðlagatryggingu Íslands hins vegar. Hvorug þeirra lauk þó störfum. Ný nefnd var sett á laggirnar til að fjalla sameiginlega um viðfangsefnin og er gert ráð fyrir að hún skili niðurstöðum fljótlega. Áætlað að leggja fram 29. mars.
  24. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði. Á vorþingi er fyrirhugað að leggja fram frumvarp til laga um breyting á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði. Frumvarpið mun innleiða tilskipun 2009/65/EB, svokallaða UCITS IV tilskipun. Tilskipunin uppfærir UCITS III með því að kynna nokkrar meginbreytingar. Þessar meginbreytingar snúa að hvernig verðbréfasjóðir skulu tilkynna fyrirhugaða markaðssetningu til eftirlitsaðila í því landi þar sem markaðssetning er fyrirhuguð, gerð skjals með lykilupplýsingum til fjárfesta, samstarf milli eftirlitsaðila aðildarríkjanna, ný ákvæði varðandi samruna sjóða og móðursjóði (master-feeder structures) og hegðunarreglur fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða. Áætlað að leggja fram 29. mars.
  25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum (dagskrá eða tillögur.) Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum um réttindi hlutahafa í skráðum félögum er varðar dagskrá og tillögur aðalfunda. Um er að ræða ákvæði sem byggjast á tilskipun og byggist frumvarpið á ábendingu um að gera þurfi lagfæringar á innleiðingu. Hugsanlega verður frumvarpið sameinað frumvarpi til breytinga á lögum um hlutafélög sem greint er frá nr. 14.
  26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkaleyfatími fyrir lyf handa börnum verði framlengdur á grundvelli EES-reglna þegar þær hafa tekið gildi. Áætlað að leggja 29. mars.

Fjármálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri tengdum lögum. Í frumvarpinu verða lagðar til nokkrar almennar lagfæringar og tilfallandi breytingar m.a. vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar tengdrar kjarasamningum vorið 2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  2. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Í frumvarpinu verður lagt til að endurgreiðsla á virðisaukaskatti til sveitarfélaga verði rýmkuð og undir hana falli einnig kaup á slökkvibúnaði. Tilefnið er ákvæði í samkomulagi um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem fjármálaráðherra, innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu þann 5. október 2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  3. Frumvarp til laga um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins. Bíður 1. mræðu.
  4. Frumvarp til laga um breyting á tollalögum nr. 88/2005. Bíður 1. umræðu.
  5. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Endurskoðuð verða m.a. ákvæði 10. gr. laganna er varða samninga og reglur um viðbótartryggingarvernd o.fl. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins 2007/66/EB varðandi aukna skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  7. Frumvarp til laga um heimild til að veita lán til Vaðlaheiðarganga hf. Í fjárlögum 2012 er fjármálaráðherra veit heimild til að taka lán og endurlána Vaðlaheiðargöngum allt að 2.000 ma.kr. Í 3. gr. laga um ríkisábyrgðir er kveðið á um að ábyrgðarþegar skuli leggja fram a.m.k 20% af fjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75% af lánsfjárþörf verkefnisins. Til að nýta þessa heimild í fjárlögum til endurlána þarf að leggja fram frumvarp sem kveður nánar á um þau skilyrði sem sett verða fyrir lánveitingunni og jafnframt eða e.a. að víkja fyrrnefndum ákvæðum laga um ríkisábyrgð til hliðar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  8. Frumvarp til laga um sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Um er að ræða almenna rammalöggjöf um sölu eignarhluta ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum. Frumvarpið setur fram almenn viðmið um aðferðarfræði við sölu eignarhluta ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum þannig að jafnræðis og gagnsæis sé gætt við söluna. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006 um kjararáð. Bíður 1. umræðu.
  10. Frumvarp til laga um opinber fjármál. Skipuð hefur verið stýrinefnd og undirhópar sem vinna að gerð nýrra laga um opinber fjármál. Áætlað að leggja fram fyrir lok maí til kynningar.

Iðnaðarráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni og hönnunargreinum. Bíður 2. umræðu eftir nefndarálit atvinnuveganefndar.
  2. Skýrsla um raforkumálefni. Búið að leggja fram. Bíður umræðu.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun, með síðari breytingum. Er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.
  4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun varðandi beinar erlendar fjárfestingar. Búið að leggja fram. Unnið í samstarfi við efnahags- og viðskiptaráðherra.
  5. Skýrsla um orkustefnu fyrir Ísland. Búið að leggja fram.
  6. Skýrsla um orkuskipti í samgöngum. Búið að leggja fram.
  7. Tillaga til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 30. janúar.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála. Frumvarpið var sent út til umsagnar í desember en frestur til að veita umsagnir rann út 1. janúar sl. Verið er að yfirfara frumvarpið m.t.t. þeirra athugasemda sem bárust. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl. Frumvarp tilbúið og kostnaðarumsögn komin. Einföld breyting sem felur í sér innleiðingu á þeim hluta tilskipunar ESB 2009/28/EB (RES) sem snýr að útgáfu upprunavottorða á endurnýjanlegri raforku. Unnið í samstarfi við Landsnet, Landsvirkjun, Samorku og Orkustofnun. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  10. Frumvarp til laga um hitaveitur. Kallað var eftir athugasemdum og ábendingum frá Samorku, SÍS og neytendastofu, m.a. með vísan til þess frumvarps sem liggur fyrir. Vinna við gerð frumvarpsins er að hefjast og áætlað er að leggja frumvarp til heildarlaga um hitaveitur fram á vorþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögunum sem felur í sér innleiðingu á tilskipun ESB nr. 2009/125/EB um visthönnun vöru. Um er að ræða minniháttar breytingar á gildandi lögum og er frumvarpið langt komið. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun. Frumvarpið kveður á um breytingar á hlutverki Orkusjóðs. Lagt er til að aflað verði heimilda til að Orkusjóður geti tekið á móti tekjum, t.d. vegna sölu á upprunavottorðum raforku og að sjóðurinn geti verið aðili að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Lagt er til að Orkuráð verði lagt niður en þess í stað komi 3ja manna stjórn fyrir sjóðinn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 86/2003, um Íslenskar orkurannsóknir. Með frumvarpinu er lagt til að stjórnarmenn Íslenskra orkurannsókna verði þrír í stað fimm. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur. Vegna fyrirtækjaaðskilnaðar og stjórnunarlegs sjálfstæði dreifiveitunnar. Í vinnslu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með vísan til skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar er með frumvarpinu lagt til að ákvæði í lögunum sem kveður á um að frá stofnstyrkjum hitaveitu skuli dreginn frá fjárhagslegur stuðningur ríkisins, verði lagt niður. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum, og lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum. Frumvarp um sama efni var lagt fyrir á 139. löggjafarþingi. Með frumvarpinu er lagt til að ríki, sveitarfélögum og félögum í þeirra eigu verði heimilt að veita tímabundið afnotarétt að vatnsréttindum til allt að 40 ára frá því að orkuvinnsla hefst og jarðhitaréttindum til allt að 30 ára, í stað 65 ára í senn eins og núgildandi vatnalög og auðlindalög gera ráð fyrir. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  17. Frumvarp til laga um samþættingu þeirra stofnana iðnaðarráðuneytis sem sinna atvinnuþróun, nýsköpun og byggðamálum. Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Byggðastofnun, Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð vinnur að tillögugerð um samþættingu á starfsemi þessara stofnana í framhaldi af greiningarvinnu sem unnin var haustið 2010. Miðað er við að frumvarp verði lagt fram á vorþingi þar sem m.a. verði kveðið á um að ein löggjöf gildi um starfsemi þessara stofnana. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.

Innanríkisráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952. Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
  2. Frumvarp til breytinga á áfengislögum nr. 75/1998. Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
  3. Frumvarp til breytinga á lögum um nálgunarbann nr. 85/2011. Bíður 1. umr.
  4. Frumvarp til laga um lénamál. Bíður 1. umr.
  5. Frumvarp um um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála. Bíður 1. umr.
  6. Frumvarp um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála. Bíður 1. umr.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Bíður 1. umr.
  8. Frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað nr. 15/2005. Bíður 1. umr.
  9. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. (Evrópusamn). Bíður 1. umr.
  10. Frumvarp til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998. Bíður 1. umr.
  11. Frumvarp til laga um breytinga á lögum um siglingar nr. 34/1985. Bíður 1. umr.
  12. Tillögur til þingsályktana um tólf ára og fjögurra ára fjarskiptaáætlanir. Bíður 1. umr.
  13. Frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti nr. 81/2003 og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003. Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.
  14. Frumvarp til breytinga á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 34/1985. Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd.
  15. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun tólf ára og fjögurra ára. Búið að leggja fram.
  16. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum nr. 90/1996. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skipulagi lögregluembætta o.fl. Frumvarpið var áður flutt á 139. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  17. Frumvarp til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna er varðar útfarir og þjónustu við útfarir, óvígða reiti í kirkjugörðum, líkhús ofl. Frumvarpið var áður flutt á 136. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  18. Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér auknar heimildir til að ljúka málum með lögreglustjórasáttum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. febrúar.
  19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í frumvarpinu er lagt til að rannsóknarheimildir lögreglu gagnvart brotum sem eru í undirbúningi séu styrktar þegar kemur að starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  20. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á VII. kafla laganna um öryggisráðstafanir þar sem fjallað er m.a. um úrræði vegna ósakhæfra einstaklinga. Með breytingunum er stefnt að betra samspili einstakra úrræða og skilyrðum fyrir beitingu þeirra. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  21. Frumvarp til breytinga á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999, lögum um sóknargjald nr. 91/1987, og hjúskaparlögum, nr. 31/1993. Með breytingum á ofangreindum frumvörpum er stefnt að því að lífsskoðunarfélög fái sömu heimild til skráningar og trúfélög hafa samkvæmt lögum, með þeim réttindum og skyldum sem skráningu fylgir. Jafnframt verður lagt til að breyting verði gerð á fyrirkomulagi við skráningu barns í trúfélag. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  22. Frumvarp til breytinga á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995. Með frumvarpinu er ætlunin að jafna stöðu þeirra einstaklinga sem fá dæmdar bætur vegna miska, en í dag er hámarksfjárhæð sem ríkið greiðir samkvæmt lögnum vegna miska 600 þúsund en er 2,5 m.kr. vegna líkamstjóns. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  23. Frumvarp til breytinga á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989. Með frumvarpinu verður lögð til breyting á stjórnsýsluumdæmum sýslumannaembætta í landinu. Markmið frumvarpsins er að fækka og stækka embættin og efla um leið stjórnsýslu ríkis í héraði. Þá er lögð til breyting er varðar færslu verkefna milli sýslumannsembætta. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  24. Frumvarp til breytinga á lögum um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991. Með frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar vegna athugasemda ESA um ábyrgðarreglur laganna. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  25. Frumvarp til vopnalaga. Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi vopnalaga. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  26. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna samnings Íslands við Evrópusambandið um framsal sakamanna þar sem gert er ráð fyrir að fyrirkomulag framsalsmála verði einfaldað. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  27. Frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga. Frumvarpið er afrakstur af vinnu nefndar sem innanríkisráðherra skipaði í maí 2011. Meðal markmiða frumvarpsins er að einfalda stjórnsýslu og bæta réttarstöðu útlendinga og hælisleitenda í samskiptum sínum við stjórnvöld við meðferð mála þeirra. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  28. Frumvarp til laga um breyting á ýmsum lögum í tengslum við tilfærslu varnartengdra verkefna. Um er að ræða breytingar ýmsum lögum s.s. lögreglulögum, lögum um Landhelgisgæslu Íslands o.fl. vegna flutninga á varnartengdum verkefnum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  29. Frumvarp til breytinga á lögum um söfnunarkassa nr. 73/1994 og laga um Happdrætti Háskóla Íslands nr. 13/1973.  Um er að ræða heildarendurskoðun á ákvæðum laganna er varða happdrættisvélar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  30. Frumvarp til laga um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis Innleiða þarf ákvæði tilskipunar nr. 2008/122/EB um gerð samninga sem gerðir eru á skiptileigugrunni (e. timeshare). Tilskipunin fellir úr gildi eldri tilskipun um sama efni en sú tilskipun var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 23/1997, um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis. Nýja tilskipunin felur í sér talsvart miklar breytingar þannig að stefnt er að því að sett lagt verði fram frumvarp til nýrra laga í stað þess að breyta eldri lögum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  31. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Reglugerð ráðsins nr. 2006/2004, um samvinnu neytendastjórnvalda var innleidd hér á landi með lögum nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda á EES svæðinu um neytendavernd. Í viðauka við lögin er að finna lista yfir tilskipanir sem falla undir samstarfið en Evrópusambandið hefur bætt við fleiri tilskipunum sem falla eiga undir framangreind eftirlit stjórnvalda á EES svæðinu. Þannig hefur nú verið bætt á þennan lista tilskipun nr. 2009/136/EB sem breytir m.a. tilskipun 2002/22/EB um alþjónustu og réttindi notenda að því er varðar rafræn fjarskiptanet og þjónustu. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á listanum og eru væntanlegar inn í EES samninginn þannig hefur t.d. reglugerð ráðsins nr. 1177/2010/EB um réttindi sjó-og ferjufarþega verið bætt á þennan lista. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 15. mars.
  32. Frumvarp til breytinga á lögum um dómstóla nr. 15/1998. Með frumvarpinu er lagt til að starfssvið aðstoðarmanna dómara verði rýmkað.  Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  33. Frumvarp til umferðarlaga. Um er að ræða frumvarp til nýrra umferðarlaga. Frumvarpið var áður flutt á 139. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  34. Frumvarp til hafnalaga. Með frumvarpinu verður gert tillaga að heildarendurskoðun laganna með hliðsjón af tillögum nefndar sem hafði það verkefni að fara yfir framkvæmd laganna og fjármál hafna. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  35. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa. Frumvarp þetta felur í sér sameiningu laga um rannsókn sjóslysa, laga um rannsókn flugslysa, og laga um rannsóknarnefnd umferðarslysa, í heildstæða löggjöf um slysarannsóknir í samgöngum. Frumvarpið var áður flutt á 139. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  36. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp svokallað persónukjör. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  37. Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til alþingis nr. 24/2000. Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp svokallað persónukjör. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um menningarminjar. Bíður 1. umræðu.
  2. Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á sviði fræðslumála. Bíður 1. umræðu.
  3. Frumvarp til bókasafnalaga. Tilgangur frumvarpsins er að efla starfsemi og samvinnu bókasafna í því augnamiði að tryggja varðveislu þess menningararfs sem þau hafa að geyma, og að bókasöfn geti sem best gegnt því hlutverki sínu að vera upplýsinga- og þekkingarveitur fyrir alla landsmenn sem halda uppi virkri og fjölþættri þjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs, lista- og menningarmála. Með frumvarpinu eru ákvæði gildandi laga endurskoðuð frá grunni í ljósi nýrra laga um Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  4. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn. Markmið frumvarpsins er að tryggja vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Meginmarkmið þeirrar endurskoðunar sem felst í frumvarpinu er að einfalda stjórnsýslu á málefnasviði Þjóðskjalasafnsins, skýra hana frekar með hliðsjón af fjölþættu hlutverki safnsins og stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í rekstri þess. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  5. Frumvarp til laga um breytingar á bókmenntasjóði. Tilgangur frumvarpsins er að þróa bókmenntasjóð yfir í Miðstöð íslenskra bókmennta. Með frumvarpinu er fylgt eftir þátttöku Íslands sem heiðurgests á bókasýningunni í Frankfurt 2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  6. Frumvarp til myndlistarlaga. Markmið frumvarpsins er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna, að efla íslenska myndlist og búa henni hagfelld skilyrði. Við setningu safnalaga nr. 106/2001 breyttist hlutverk Listasafns Íslands á þann veg að það var gert að höfuðsafni á sviði myndlistar. Frumvarpinu er ætlað að fylgja eftir þeirri breytingu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum (reglur um takmörkun eignarhalds.) Frumvarpinu er ætlað að tryggja betur fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlum. Með frumvarpinu eru uppfyllt ákvæði til bráðabirgða í fjölmiðlalögum um að mennta- og menningarmálaráðherra skuli skipa nefnd til að gera tillögur í frumvarpsformi um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögunum með tilliti til breytinga sem orðið hafa á háskólakerfinu frá setningu þeirra. Hugað verður sérstaklega að hlutverki háskóla og stjórnun, óháð rekstrarformi. Tilefni frumvarps þessa til breytinga á lögum nr. 63/2006 um háskóla eru m.a. ábendingar úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar, sem skipuð var í framhaldi af fyrri skýrslunni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru ábendingar til fræðasamfélagsins um hlutverk háskóla, ábyrgð starfsmanna og um almenna þátttöku í samfélagsumræðunni. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með tilliti til breytinga sem orðið hafa á háskólakerfinu frá setningu þeirra og til samræmis við frumvarp um breytingar á lögum um háskóla, nr. 63/2006. Í frumvarpinu er lagt til að allir opinberir háskólar heyri undir sömu lög í samræmi við stefnu mennta- og menningarmálaráðherra um opinbera háskóla. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  10. Frumvarp um lög um búnaðarfræðslu, nr. 57/2009, felld niður. Í frumvarpinu er lagt til að starfsemi Hólaskóla - Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands verði felld undir lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 og að lög um búnaðarfræðslu falli brott. Við samþykkt laga nr. 63/2006 og flutning á forræði landbúnaðarskólanna frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis var ráð fyrir því gert að skólarnir yrðu síðar meir felldir undir almenn lög um opinbera háskóla. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  11. Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð. Í frumvarpinu er lagt til að sett verði lög um stofnun vinnustaðanámssjóðs sem nýta má til að umbuna fjárhagslega fyrirtækjum og stofnunum sem sinna vinnustaðanámi starfsnámsnemenda á framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrá. Með frumvarpinu er fylgt eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að veita vinnustaðanámssjóði 150 m.kr. árlega frá árinu 2012 – 2014. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  12. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008 (m.a. vegna leikskólakennara, framhaldsskólakennara og leyfisbréfa). Tilgangurinn með frumvarpinu er endurskoðun laga nr. 87/2008 í ljósi reynslunnar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum (lyfjaeftirlit) Tilgangur frumvarpsins er að heimila ráðherra að gerast stofnaðili að sjálfseignarstofnun um lyfjaeftirlit. Með því er verið að efna skyldu íslenskra stjórnvalda og skýra ábyrgðarsvið ríkisins í lyfjaeftirliti í íþróttum til samræmis við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  14. Frumvarp til laga um endurskoðun laga um Ríkisútvarpið ohf, nr. 6/2007. Tilgangur frumvarpsins er endurskoðun laga nr. 6/2007 í ljósi reynslunnar og til að verða við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA. Frumvarpið er m.a. byggt á vinnu nefndar sem gerði tillögur um úrbætur á fjárhags- og lagaumhverfi Ríkisútvarpsins ohf. Að auki er tilefni lagabreytinganna athugasemdir frá ríkisstyrkjadeild Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lög nr. 6/2007 samræmdust ekki ríkisstyrkjareglum EES-samningsins Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  15. Frumvarp til sviðslistalaga Markmið frumvarpsins er að efla íslenskar sviðslistir, kveða á um skipan og fyrirkomulag og búa þeim hagstæð skilyrði. Með sviðslistum er átt við leiklist, óperuflutning, listdans og skylda liststarfsemi sem heyrir ekki undir lög um aðrar listgreinar. Frumvarpið felur í sér endurskoðun á leiklistarlögum nr. 138/1998. Lagt er til að endurskoðuð lög nái til allra sviðslista og heiti því sviðslistalög. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  16. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu. Frumvarpinu er ætlað að taka til starfrækslu tónlistarskóla. Með tónlistarskóla er í frumvarpinu átt við skóla sem rekinn er af sveitarfélagi eða sjálfstætt starfandi tónlistarskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðuneytis. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um skipan tónlistarfræðslu og um samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim málum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  17. Frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Með endurskoðun gildandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er stefnt að því að skýra tilgang og markmið námslánakerfisins og meta stöðu þess með hliðsjón af þróun námsframboðs og menntunar á háskólastigi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  18. Frumvarp til laga um breyting á lögum um viðurkenningu faglegrar menntunar og hæfis til starfa hér á landi nr. 26/2010. Markmið frumvarpsins er að veita öðrum ráðherrum en ráðherra fræðslumála heimild til að gefa út reglugerðir um viðurkenningu náms til starfsréttinda hér á landi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  19. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 – um ábyrgð og rétt nemenda. Tilgangur frumvarpsins er að veita lagastoð fyrir reglugerð um réttindi og skyldur nemenda í framhaldsskólum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995. Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli, nr. 93/1995. Bíður 1. umr.
  3. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Frumvarpið byggist á að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu auðlind í óskoraðri þjóðareign. Stjórnvöld fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindarinnar. Veita má einstaklingum eða lögaðilum tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni gegn gjaldi. Óheimilt sé að selja auðlindina eða láta hana varanlega af hendi. Markmið frumvarpsins er þannig að stuðla að verndun og sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu allra nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda og gerð samninga um nýtingarleyfi á aflaheimildum myndar á gildistíma samninganna tímabundinn nýtingarrétt, með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum og samningum. En hvorki beinan né óbeinan eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Endurskoðað frumvarp frá 139. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 27. febrúar.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og tollalögum, nr. 88/2005. Sl. haust skipaði ráðherra nefnd vegna álits umboðsmanns Alþingis, þar sem fram kom það mat að lagaheimildir ráðherra til útgáfu tollkvóta á landbúnaðarvörum væru í bága við stjórnarskrá. Nefndin hefur nú skilað skýrslu og frumvarpsdrögum til að koma til móts við álit umboðsmanns. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 25. janúar.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993. Frumvarpið á að tryggja betur öryggi í svínakjötsframleiðslu, draga úr sjúkdómaáhættu, styrkja matvælaöryggi og stuðla að því að búgreinin sé stunduð á umhverfisvænan hátt. Unnið með hliðsjón af fyrirliggjandi skýrslu um eflingu svínaræktar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 27. febrúar.
  6. Frumvarp til laga um dýravelferð. Meginmarkmið frumvarpsins er að stuðla að velferð dýra. Í frumvarpinu er lagt til að stjórnsýsla verði einfölduð og samræmd þannig að eitt ráðuneyti fari með forsjá löggjafar í stað tveggja nú og um leið ein stofnun, Matvælastofnun. Samkomulag er á milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra um að óska eftir því að málaflokkurinn færist í heild sinni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Frumvarpið var til almennrar kynningar sl. sumar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 31. janúar.
  7. Frumvarp til laga um búfjárhald, nr. 103/2002. Með frumvarpi til laga um dýravelferð er að stærstum hluta verið að sameina löggjöf á sviði dýraverndar og búfjárhalds sem nú fellur undir bæði lög nr. 15/1994 um dýravernd og lög nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl. Nokkur ákvæði er ekki að finna í frumvarpinu sem áður voru í lögum nr. 103/2002 þar sem þeim hefur verið fundinn staður með einum eða öðrum hætti í frumvarpi til laga um dýravelferð. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 31. janúar.
  8. Frumvarp til laga til breytinga á lögum, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, nr. 24/1986. Afnám greiðslumiðlunar og innheimta félagsgjalda. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lögmæti innheimtu félagsgjalda í sjávarútvegi er unnið að endurskoðun greiðslufyrirkomulags, t.d. vegna greiðslna til hagsmunaaðila og stéttarfélaga. Frumvarp endurflutt frá 139. löggjafarþingi. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 27. febrúar.
  9. Frumvarp til laga um breyting á jarðalögum, nr. 81/2004 og ábúðarlögum, nr. 80/2004. Vinnuhópur um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga skilaði af sér bréfi til ráðherra, dags. 1. desember 2010, ásamt vinnuskjali sem innihélt drög að lagabreytingum. Frumvarpið hefur verið til kynningar í sumar og unnið frekar í ráðuneytinu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997. Áformað er að leggja til breytingu á lögunum með hliðsjón af forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  11. Tillaga til þingsályktunar um framlög til landshlutaverkefna í skógrækt. Tillagan verður lögð fram í samræmi við 4. gr. laga um landshlutaverkefni í skógrækt, nr. 95/2006. Byggt á fyrirliggjandi skýrslu nefndar um landshlutaverkefni í skógrækt. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.

Umhverfisráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999. Búið að leggja fram. Er til meðferðar hjá hjá umhverfis- og samgöngunefnd.
  2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóðflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997. Búið að leggja fram. Er til meðferðar hjá hjá umhverfis- og samgöngunefnd.
  3. Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð. Bíður 1. umr.
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Frumvarp mælir m.a. fyrir um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, um viðbragðsaðila og lágmarkskröfur um mengunarviðbúnað í höfnum. Bíður 1. umr.
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum og viðaukum laganna í samræmi við ábendingar frá Eftirlitsstofnun EFTA. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er varða m.a. eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi og heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  7. Frumvarp til laga um efni. Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á lögum um eiturefni og hættuleg efni og lögum um efni og efnablöndur. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996. Með frumvarpinu er áformað að innleiða ákvæði bókunar frá árinu 2000 við Samninginn um líffræðilega fjölbreytni, Cartagena Protocol on Biosafety. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  9. Frumvarp til laga um gróðurhúsalofttegundir. Með frumvarpinu verður lögð til ný heildarendurskoðun á lögum um losun gróðurhúsalofttegunda. Frumvarpið er til innleiðinga reglna ETS (viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda). Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Frumvarpið er til innleiðingar á rammatilskipun um úrgang, 2008/98/EB. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. Frumvarpið er til innleiðingar nokkurra EES-reglna, m.a. vegna refsiákvæða og 2005/35/EB, sbr. 2009/123/EB. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002. Frumvarpið er vegna breytinga sem gerðar voru á tollskrá um síðustu áramót og hlutfallstöflu tollskrárnúmera sem áætlar þyngd umbúða úr pappa, pappír og plasti, sem er gjaldstofn úrvinnslugjalds við tollafgreiðslu. Einnig breytingar varðandi framleiðsluábyrgð á rafhlöðum í raftækjum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum á grundvelli tillagna starfshóps um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Frumvarp er samið á vegum skrifstofu laga og stjórnsýslu í samráði við Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skotveiðifélag Íslands og Fuglavernd. Frumvarp er á grundvelli tillagna starfshóps umhverfisráðherra um svartfugla en starfshópnum var falið að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn svartfuglastofna. Tillögur svartfuglahópsins eru tilkomnar vegna stöðu þessara stofna í dag og er ætlað að endurreisa stofnana. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.

Utanríkisráðuneytið

  1. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Búið að leggja fram.
  2. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við samning Evrópuráðsins um refsilöggjöf gegn spillingu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  3. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  4. Tillaga til þingsályktunar um samþykki rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs ESB sem fjármagnar aðstoð við umsóknarríki. Búið að leggja fram.
  5. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni, um líföryggi Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  6. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum). Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.þ. um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  8. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, landbúnaðarsamnings milli Íslands og Hong Kong og vinnuréttarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  10. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Kólumbíu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.

    Eftirfarandi þingmál hafa bæst við ofangreinda skrá:
  12. Tillaga til þingsályktunar um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Hefur verið lögð fram og samþykkt.
  13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Svartfjallalands og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Svartfjallalands. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  14. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  15. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2012. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  16. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun). Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  17. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn. Búið að leggja fram.
  18. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn. Búið að leggja fram.
  19. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES samninginn. Búið að leggja fram.
  20. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn. Búið að leggja fram.
  21. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII.viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  22. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II.viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar.
  23. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX.viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  24. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  25. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  26. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  27. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  28. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  29. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  30. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXI. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.

Velferðarráðuneytið

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í velferðarnefnd.
  2. Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn Búið að leggja fram. Er til umfjöllunar í velferðarnefnd.
  3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Bíður 1. umræðu.
  4. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðra. Tillagan er lögð fram samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Í áætluninni skal setja fram stefnu í málefnum fatlaðs fólks og tímasettar aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Áætlað að leggja fram 16. janúar.
  5. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Um er að ræða frumvarp til heildarlaga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði með það að markmiði að stuðla að vönduðum vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og tryggja hagsmuni þátttakenda. Gildandi reglur um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru flóknar og úreltar og byggja á dreifðum ákvæðum í lögum, reglugerðum, starfsreglum og leiðbeiningum. Nauðsynlegt þykir að einfalda umsóknarferli vísindarannsókna á heilbrigðissviði og skýra einstaka þætti löggjafarinnar með ítarlegri hætti en hefur verið gert. Setning laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði er jafnframt hluti af undirbúningi fullgildingar á viðbótunarbókun með sáttmála Evrópuráðsins um mannréttindi og líflæknisfræði (Oviedo sáttmálinn). Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lækningatæki nr. 16/2001 Kveðið verði á um að innflytjendur lækningatækja og þeir sem bera ábyrgð á markaðssetningu lækningatækja skrái vöruna hjá Lyfjastofnun. Jafnframt verði kveðið á um heimild til að setja reglugerð um gjaldtöku fyrir skráninguna. Markmið breytinganna er að auka öryggi við notkun lækningatækja. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  7. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994 Lagt verður til að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem starfa á heilbrigðisstofnunum, verði veitt heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 Lagt er til að bætt verði í lögin nýjum kafla um aðgerðir til að takmarka beitingu nauðungar í vinnu með fötluðu fólki. Frumvarpið tengist fyrirhugaðri fullgildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Fyrirmæli um framlagningu frumvarps þessa efnis er að finna í ákvæði III til bráðabirgða í lögum nr. 88/2011. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/2007, um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. Frumvarp þetta er lagt fram til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins í máli E-12/10 Eftirlitsstofnun EFTA gegn Íslandi vegna reglna um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og um starfskjör þeirra. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði laganna um rétt til launa í veikinda- og slysatilvikum og slysatryggingar vegna andláts, varanlegs líkamstjóns og tímabundins missis starfsorku væru ósamrýmanleg samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur. Frumvarp þetta felur í sér innleiðingu á tilskipun 2008/104/EB um starfsmannaleigur en samkvæmt tilskipuninni ber að innleiða hana fyrir 5. desember 2011. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja starfsmönnum starfsmannaleigna starfsskilyrði sem samræmist þeim sem almennt tíðkast, svo sem varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, takmarkanir á vinnutíma, hvíldartíma og orlof. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðarsjóð launa. Frumvarp þetta er lagt fram í því skyni að koma til móts við athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA vegna innleiðingar á tilskipun 2008/94/EB um vernd starfsmanna við gjaldþrot vinnuveitenda þeirra (áður tilskipun 80/987/EBE með síðari breytingum, um sama efni). Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum. Frumvarp þetta er lagt fram til innleiðingar á tilskipun 2009/38/EB um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, en þar er tilskipun 94/45/EBE um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum endurútgefin ásamt öllum þeim breytingum á efni hennar sem hafa komið til síðar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál. Frumvarp þetta er lagt fram í því skyni að koma til móts við þær athugasemdir sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við þær reglur sem gilda um Íbúðalánasjóð. Velferðarráðherra hefur skipað nefnd sem fjallar meðal annars um hvernig bregðast skuli við framangreindum athugasemdum og er nefndinni ætlað að skila ráðherra tillögum í september 2011. Enn fremur mun frumvarp þetta fela í sér breyttar reglur um fjárhagslegt eftirlit með Íbúðalánasjóði. Þá verður lagt til með frumvarpi þessu að fella brott heimildir Íbúðalánasjóðs að kaupa fasteignaveðlán af fjármálastofnunum en þessar heimildir voru hluti þeirra aðgerða sem Alþingi samþykkti í kjölfar efnahagsþrenginganna í október 2008. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 3. febrúar.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga. Ákveðin reynsla er komin á framkvæmd laga um greiðsluaðlögun einstaklinga en við framkvæmd laganna hafa komið upp ákveðin vandkvæði sem lagt er til að verði sniðin af með frumvarpi þessu. Slíkar breytingar eru taldar mikilvægar í því skyni að tryggja að framkvæmd laganna geti gengið vel fyrir sig. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. febrúar.
  15. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda. Í frumvarpinu verður kveðið á um atriði sem varða aðlögun innflytjenda og önnur löggjöf fjallar ekki um. Þar verði m.a. ákvæði um upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga til innflytjenda, hlutverk og starfsemi innflytjendaráðs, þróunarsjóð innflytjendamála og Fjölmenningarsetur. Kveðið er á um samningu frumvarps um aðlögun innflytjenda í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, sem samþykkt var á Alþingi 29. maí 2008. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 31. janúar.
  16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 Frumvarp þetta felur í sér endurskoðun almannatryggingalaga. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka og einfaldari reglum um útreikning bóta þannig að gott aðgengi sé tryggt sem og jöfnuð meðal þeirra sem þurfa að nýta sér kerfið sér til framfærslu. Einnig verður í frumvarpinu gert ráð fyrir breyttri framsetningu og ákvæðum sem snúa að réttindum og skyldum borgaranna ásamt nauðsynlegum breytingum á lögum um almannatryggingar o.fl. lögum vegna innleiðingar á Evrópureglugerð 883/2004/EB um almannatryggingar. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir Lagt verður til að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði heimilt að hafna tóbaksvörum sem sérstaklega er beint að ungu fólki. Þá verður lagt til að notkun nef- og munntóbaks í framhaldsskólum verði bönnuð. Sett verði ítarlegri ákvæði um eftirlit og viðurlög, m.a. heimild til tímabundinnar sviptingar leyfis, skráningarskyldu leyfishafa, eftirlit með leyfishöfum, heimild til að nota tálbeitu og beitingu sekta. Í rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar FCTC sem Ísland fullgilti árið 2004 kemur m.a. fram að móta skuli eða hrinda í framkvæmd skilvirkum áætlunum sem miða að því að tóbaksnotkun sé hætt á stöðum á borð við menntastofnanir, heilsugæslustöðvar, vinnustaði og þar sem íþróttir eru stundaðar. Samkvæmt tóbaksvarnalögum eru tóbaksreykingar óheimilar í skólum og í húsakynnum félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Önnur neysla tóbaks svo sem nef- og munntóbaks, er jafnframt bönnuð á sömu svæðum að undanskildum framhaldsskólum. Í ljósi niðurstaðna kannana sem benda til mikillar aukningar á munntóbaksnotkun, einkum hjá ungum karlmönnum er því lagt til að notkun nef- munntóbaks verði einnig bönnuð í framhaldsskólum. Ennfremur er vísað til þess að í þingsályktun um aðgerðaráætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á Alþingi 2007, er kveðið á um almennar forvarnaraðgerðir. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  18. Frumvarp til laga um bann við mismunun. Innleiðing tilskipunar 2000/78/EB um bann við mismunun á vinnumarkaði, tilskipunar 2000/43/RB um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og etnis og tilskipunar um jafna meðferð kvenna og karla við afhendingu vöru og þjónustu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  19. Frumvarp til laga um réttindi transfólks. Nauðsynlegar breytingar á lögum til að tryggja réttindi og skýra réttarstöðu transfólks. Tilefni lagasetningar er álit setts umboðsmanns Alþingis í máli nr. 4919/2007, tillaga til þingsályktunar um réttarbætur fyrir transfólk sem lögð var fram á 138. löggjafarþingi, sbr. þskj. 187 – 168. mál, en hlaut ekki afgreiðslu þingsins og þróun málefna transfólks hjá Evrópuráðinu og Mannréttindadómstól Evrópu. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Frumvarp þetta er lagt fram í því skyni að tryggja lagastoð fyrir innleiðingu gerða Evrópusambandsins og vinnuvernd þeirra sem koma til með að starfa við leit, rannsókn og vinnslu kolefna á sjó. Þá er enn fremur gert ráð fyrir að lagðar verði til breytingar á viðurlagaákvæðum laganna. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 29. mars.
  21. Frumvarp til laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Mikilvægt er að byggja upp markvissa atvinnutengda starfsendurhæfingu og draga markvisst úr ótímabæru brottfalli launafólks af vinnumarkaði. Þýðingarmikið er að atvinnulífið í heild komi að þeirri uppbyggingu ásamt stjórnvöldum og lífeyrissjóðum. Frumvarp þetta er liður í þeirri vinnu en þar verður lagt til að sérstakir starfsendurhæfingarsjóðir verði starfandi sem ætlað er meðal annars að skipuleggja, hafa umsjón með og fjármagna þjónustu ráðgjafa, gerð sérstakra einstaklingsbundinna áætlana og viðeigandi úrræði í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Nánar yrði skilgreint hverjir eigi rétt á þjónustu starfsendurhæfingarsjóða, hvernig þjónustu þeirra skuli háttað og fjármögnun þeirra ásamt eftirliti með starfsemi þeirra. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.
  22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Kærunefndir samkvæmt lögum um frístundabyggð, lögum um fjöleignahús og húsaleigulögum voru sameinaðar með lögum nr. 66/2010. Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á húsaleigulögum og lögum um fjöleignahús við sameiningu kærunefndanna skal ráðherra setja nánari ákvæði um kærunefndina með reglugerð. Samkvæmt lögum um frístundabyggð getur kærunefnd húsamála sett nánari reglur, sem ráðherra staðfestir, um störf nefndarinnar. Lagt er til að ákvæðum laga um frístundabyggð um setningu reglna um störf kærunefndar húsamála verði breytt til samræmis við ákvæði húsaleigulaga og laga um fjöleignahús. Áætlað að leggja fram eigi síðar en 1. mars.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum